Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðisleg leið til afnáms lýðræðis

Víðir Reynisson, Samfylkingarmaður og Pawel Bartoszek, Viðreisnarmaður, ræða við Stefán Einar í Spursmálum.  Þeir slá úr og í þegar kemur að framsali á ríkisvaldi til Evrópusambandsins.  Þó er ljóst að þeim finnst viðeigandi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili. 

Svona sjá menn það ferli fyrir sér:  Þjóðaratkvæðagreiðsla er haldin um "viðræður".  Hver er svosem á móti viðræðum?   Í kjölfarið óskar ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar eftir aðild Íslands að Evrópusambandinu og í gang fer ferli sem miðar ákveðið að aðild og felst aðallega í breytingum á lögum Íslands til samræmis við óskir Evrópusambandsins.  Þessi lög eru samin af Evrópusambandinu og eru óumsemjanleg, eins og Evrópusambandið sjálft hefur margsinnis bent á. 

Allt fer svo í uppnám á Íslandi þegar kjósendur átta sig á því að þeir hafa verið blekktir, ef ekki fyrr. 

 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/07/munu_skattleggja_hargreidslufolk_smidi_og_pipara/

 

(Viðtalið í heild sinni er neðarlega í greininni)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er vitleysa að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu um að fara í "viðræður" þegar staðreyndin er sú að það er ekkert umsemjanlegt. Ákvörðunin getur ekki snúist um neitt annað en hvort sækja eigi um aðild og undirgangast þar með sáttmála ESB, eða ekki. Svarmöguleikarnir eru einfaldlega já eða nei.

Svo er annað sem talsmenn fyrir aðild(arviðræðum) minnast aldrei á. Það er sú staðreynd að stjórnarskráin heimilar engum öðrum en Alþingi og forseta Íslands að fara með löggjafarvaldið, sem þýðir að stjórnarskráin bannar í reynd aðild að ESB.

Enn fremur skal sérhver nýr þingmaður vinna drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 47. gr. hennar. Hafandi gert það má þingmaður ekki aðhafast neitt í störfum sínum sem brýtur gegn því drengskaparheiti enda yrði hann þá brotlegur við stjórnarskránna. Þess vegna er þingmönnum beinlínis óheimilt að vinna að því að gera Ísland að aðildarríki ESB með framsali löggjafarvalds sem bryti í bága við 2. gr. stjórnarskrár.

Samt tala sumir þingmenn fyrir slíku og gerast þá brotlegir við drengskaparheit sitt, sem ætti að hafa þær afleiðingar að þeir skyldu afsala sér þingmennsku. Að öðrum kosti er það merkingarlaus athöfn að undirrita drengskaparheitið.

Höfundar stjórnarskrárinnar voru afar snjallir þegar þeir byggðu þennan varnagla inn í hana, en því miður virðist skorta nokkuð á að honum sé sýnd tilhlýðileg virðing.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2024 kl. 19:29

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær athugasemd frá Guðmundi.

Væri óskandi að þeir sem sverja þennan eið

noti hann ekki bara til skrsuts og átti sig

á því að annað er landráð.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.11.2024 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 50
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 1920
  • Frá upphafi: 1184657

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 1643
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband