Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Ásgeirsson bendir réttilega

á að stjórnarskráin segir að Alþingi eigi að annast lagasetningu.  Það samræmist vitaskuld ekki stjórnarskránni að framselja það vald, hvort sem er til embættismanna Evrópusambandsins eða bæjarstjórans í Kardimommubæ. 

Það gekk treglega að skipta um stjórnaskrá um árið, meðal annars vegna þess að drög að nýrri stjórnarskrá auðvelduðu að koma valdinu úr landi.  Margir hafa lítið á móti því að hinir og þessir eigi "viðræður" við hina og þessa, en eru nógu vel að sér í mannkynssögu til að gjalda varhug við að færa stjórnvaldið til gömlu evrópsku nýlenduveldanna. 

 

Orðrétt segir Guðmundur á blogginu í gær:

Það er vitleysa að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu um að fara í "viðræður" þegar staðreyndin er sú að það er ekkert umsemjanlegt. Ákvörðunin getur ekki snúist um neitt annað en hvort sækja eigi um aðild og undirgangast þar með sáttmála ESB, eða ekki. Svarmöguleikarnir eru einfaldlega já eða nei.

Svo er annað sem talsmenn fyrir aðild(arviðræðum) minnast aldrei á. Það er sú staðreynd að stjórnarskráin heimilar engum öðrum en Alþingi og forseta Íslands að fara með löggjafarvaldið, sem þýðir að stjórnarskráin bannar í reynd aðild að ESB.

Enn fremur skal sérhver nýr þingmaður vinna drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 47. gr. hennar. Hafandi gert það má þingmaður ekki aðhafast neitt í störfum sínum sem brýtur gegn því drengskaparheiti enda yrði hann þá brotlegur við stjórnarskránna. Þess vegna er þingmönnum beinlínis óheimilt að vinna að því að gera Ísland að aðildarríki ESB með framsali löggjafarvalds sem bryti í bága við 2. gr. stjórnarskrár.

Samt tala sumir þingmenn fyrir slíku og gerast þá brotlegir við drengskaparheit sitt, sem ætti að hafa þær afleiðingar að þeir skyldu afsala sér þingmennsku. Að öðrum kosti er það merkingarlaus athöfn að undirrita drengskaparheitið.

Höfundar stjórnarskrárinnar voru afar snjallir þegar þeir byggðu þennan varnagla inn í hana, en því miður virðist skorta nokkuð á að honum sé sýnd tilhlýðileg virðing.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gott hjá Guðmundi að vekja athygli á stjórnarskránni og merkingu hennar. Synd hvað Íslendingar eru skeitingalausir gagnvart henni,e.o. sést best á hve lítla virðingu þeir, sem sverja henni eið, bera fyrir henni.

Það væri ekki úr vegi að gera stjórnarskránni skil í kennsluefni grunnskólanna.Stjórnarskráin gæti hæglega tekið plássið sem nú er fyllt af bábiljum um kynusla.

I BNA, þ.s. börn læra um sína stjórnarskrá á grunnskóla stigi, er fólk meðvitað um merkingu hennar og þar af leiðandi um rétt sinn. Þann rétt nýtti þjóðin sér nú í nýafstöðnum kosningum, þegar henni varð ljóst að kjörnir fulltrúar hennar höfðu vilja hennar að engu og tröðkuðu þannig á stjórnarskránni.

Það væri óskandi að drengskaparheit við stjórnarskrána fái aftur gildi en verði ekki innantóm orð í munni fólks sem sóttist eftir og fékk trúnað okkar. 

Ragnhildur Kolka, 10.11.2024 kl. 14:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem þráðurinn hófst á umfjöllun um hugmyndir sem sumir hafa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild(arviðræður), er kannski við hæfi að rekja þann anga aðeins nánar.

Það má nefnilega færa rök fyrir því að íslenskir kjósendur hafi þegar hafnað Evrópusambandsaðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumir gætu orðið hissa á þeirri staðhæfingu sem er eðlilegt enda er ekki alveg augljóst hvað er átt við og þess vegna þarf að útskýra hvernig er hægt að komast að þessari niðurstöðu.

Haldnar voru tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um svokallaða Icesave samninga og í þeim báðum var því hafnað að íslenska ríkið gengist í ábyrgð fyrir tryggingum bankainnstæðna. Síðar staðfesti EFTA dómstóllinn að slík ríkisábyrgð ætti sér ekki stoð í EES reglum og staðfesti þann málflutning andstæðinga samninganna.

En hvað hefur það með ESB aðild að gera?

Í fyrsta lagi hefur Evrópusambandið aldrei viðurkennt niðurstöðu EFTA dómstólsins, þrátt fyrir að sá dómur hafi verið bindandi fyrir alla aðila EES samningsins og þar með Evrópusambandið sjálft. Þvert á móti hefur ESB virt dóminn að vettugi og haldið því statt og stöðugt fram að þrátt fyrir allt sé ríkisábyrgð á tryggingum bankainnstæðna innan sambandsins.

Í öðru lagi hefur ESB allar götur síðan unnið að því leynt og ljóst að koma ótvíræðum áskilnaði um ríkisábyrgð á tryggingum bankainnstæðna inn í regluverk sambandsins, þvert gegn meginreglum þess um bann við ríkisaðstoð handa einkafyrirtækjum. Með öðrum orðum að lögleiða það sem hafði verið dæmt ólöglegt. Þessu regluverki hefur svo verið reynt að þröngva inn í EES samninginn og þar með upp á okkur. Á þeim vettvangi hafa fulltrúar Íslands alfarið lagst gegn þessu (a.m.k. hingað til).

Það er því alveg ljóst að ef Ísland myndi óska eftir aðild að Evrópusambandinu þá yrði ekki af því nema með því að undirgangast allt regluverk sambandsins og þar með ríkisábyrgð á tryggingum bankainnstæðna. En því hafa íslenskir kjósendur hafnað í ekki einni heldur tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum.

Þau sem segjast vera hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild eða viðræður um aðild að ESB, hljóta því að verða að svara þeirri spurningu fyrst, hvort þau telji ekki rétt að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna sem þegar hafa verið haldnar? Ef svarið við því er jákvætt útilokar það í reynd aðild að ESB.

Ef svarið er eitthvað annað, þá hlýtur að minnsta kosti að þurfa að ræða málið á réttum grundvelli. Hafa stjórnvöld heimild til að fara gegn niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna? Í því sambandi þarf að hafa í huga að þær fóru fram á grundvelli 26. gr. stjórnarskrár og niðurstöðurnar voru því lagalega bindandi.

Svörin eru alls ekki augljós en málefni af þessari stærðargráðu hlýtur að þurfa að skoða vel frá öllum sjónarhornum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2024 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 53
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 1923
  • Frá upphafi: 1184660

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1646
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband