Leita í fréttum mbl.is

Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB

Stjórnendur fjármálaeftirlita á Norðurlöndum hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með aukið og íþyngjandi regluverk ESB, nú síðast í sameiginlegu bréfi eins og Innherji á Vísir.is greinir nýlega frá. Á Íslandi er fjármálaeftirlitið hluti af Seðlabankanum og þar á bæ sem annars staðar á Norðurlöndum eru menn óánægðir tímasóun starfsfólks í kringum hið flókna og stóra regluverk ESB í stað þess að starfsfólkið geti varið tíma sínum í að verjast raunverulegri áhættu og ógn sem steðjað gæti að fjármálastarfseminni.

Eitt virðist sem sagt alveg víst. Með sama áframhaldi, hvað þá með fullri aðild að ESB, mun þurfa að fjölga sérfræðingum og öðru starfsfólki til að sinna því sem engu eða litlu máli skiptir í íslensku samhengi. Meira að segja stjórnendum fjármálaeftirlits Seðlabankans og annarra fjármálaeftirlita á Norðurlöndum þykir orðið nóg um.

 

Frétt á visir.is:

https://www.visir.is/g/20242645086d/nor-raenir-eftir-lits-stjorar-segja-brynt-ad-fjar-mala-reglu-verk-esb-verdi-ein-faldad

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Regluverkið hefur vissulega verið betrumbætt að mörgu leyti, en í leiðinni hefur það orðið miklu umfangsmeira og flóknara. Nú er það orðið svo flókið að fæstir sem starfa undir því skilja það fullkomlega. Það er alveg sama hversu góðar reglurnar eru ef þeir sem eiga að fara eftir því skilja það ekki og þeir sem eiga að framfylgja því eru jafnvel farnir að kvarta yfir því sama. Þegar svo er komið er hætt við að regluverkið hætti að virka eins og því er ætlað að gera og þá er voðinn aftur vís.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2024 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 1886
  • Frá upphafi: 1184623

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1615
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband