Leita í fréttum mbl.is

Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Íslandi

Nú er það sláandi hve mikið hefur hægt á hagvexti í Evrópu. Í því landi sem hefur drifið Evrópu áfram síðustu áratugi, Þýskalandi, ríkir nú algjör stöðnun. Þetta eru ekki góðar fréttir og ekki bætandi á það ástand sem ríkt hefur á vinnumörkuðum með talsverðu atvinnuleysi víða. Þar er langtímaatvinnuleysið langverst, þar sem stórir hópar, jafnvel heilu aldurshóparnir, hafa verið langtímum saman utan vinnumarkaðar. Samkvæmt upplýsingum Eurostat var langtímaatvinnuleysi árið 2023 yfirleitt á bilinu 4-6% í Suður-Evrópu en að jafnaði 1-2% í Norður-Evrópu. Á Íslandi mældist það vart, eða var 0,3% samkvæmt Eurostat, og verður ekki annað séð en að það sé hið lægsta í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Það er langt síðan að ég hef nennt að kíkja á ykkur, eða ekki frá því að vitiborið fólk innan raða ykkar ákvað að umbera stuðningsfólk innrásar Pútíns í Úkraínu, líkt og maður væri kominn í tímalykkju þar sem árið 1937 væri upphaf einhvers ferlis. Og Rússland hét Þýskaland.

Það er eins og að heimskan sé ekki til að læra af.

En þar sem sjálfstæði þjóðarinnar er undir, það er augljóst að bókun 35 rennur í gegnum komandi þing, þá gætið þið samt gert gagn.

Þessi vísan í tölfræðina hér að ofan er árás á vitsmuni fólks, svo dæmi sé tekið þá er langtímaatvinnuleysi í Suður Evrópu talið í tugum prósenta, á milli ber er sú tölfræði andskotans að mæla ekki þá sem eru fyrir löngu dottnir út af atvinnuleysiskrá.  Vissulega starfa margir í svarta hagkerfinu, en þau störf eru óörugg, engin réttindi að baki, lýsa frumstæðu efnahagskerfi.

Síðan hvaða mont er það að státa sig af meintu langtímaatvinnuleysi á Íslandi??, það lýsir þenslu sem hið frjálsa flæði ESB ber ábyrgð á.  Ef einhverju dettur í hug að reisa nýtt hótel á Íslandi, þá reisir hann hótel á Íslandi, og keyrir það áfram á erlendu vinnuafli.

Með tilheyrandi þenslu og húsnæðisskorti ásamt drepandi vöxtum fyrir innlent atvinnulíf.  Að þið skuluð ekki fatta þetta og minnast á þetta samhengi feigðar og hinna frjálsu reglna Evrópusambandsins, slær út þá forheimsku að þið skuluð ganga í takt með Pútín.

Síðan er Þýskaland ekki að deyja vegna evrunnar heldur orkustefnunnar.

Og ennþá eruð þið eins og álfar út úr hól.

Næstu kosningar eru sjálfar kosningarnar um framtíð Íslands og íslensku þjóðarinnar, og þið eru ekki einu sinni lesnir.

Hvernig skyldi nú standa á því??

Samt með fullri virðingu og kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2024 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 1882
  • Frá upphafi: 1184619

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1611
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband