Leita í fréttum mbl.is

Krónan er ekki vandi

Agnar Tómas Möller fjárfestir ritar athyglisverða grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann meðal annars:

Hátt vaxtastig á Íslandi varð hins vegar ekki til í tómarúmi þótt það megi oft ráða af umræðunni. Í því samhengi þarf að horfa til mismunandi hagþróunar ríkja sem hefur verið sérstaklega ólík á Íslandi og á evrusvæðinu síðastliðinn áratug – samtals 41% hagvöxtur á Íslandi en 16% á evrusvæðinu, til samanburðar við 27% í Bandaríkjunum. Fleira mætti tína til; 51% kaupmáttaraukningu á Íslandi samanborið við 4% á evrusvæðinu ... Í það minnsta er augljóst að samanburður á vaxtastigi á Íslandi við evrusvæðið er með öllu marklaus í ljósi ólíkrar þróunar hagkerfanna.“

Enn fremur segir Agnar:

„Þótt munur á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands og Bandaríkjanna sé mikill en fari minnkandi, 4,25% fyrir vaxtaákvörðun Seðlabankans í nóvember, stafar það af miklum verðbólgumun, um 2,5%, auk þess sem langtímaverðbólguvæntingar hafa undanfarin misseri verið í kringum tvöfalt hærri hér. Engu að síður hefur munur á langtímanafnvöxtum Íslands og Bandaríkjanna minnkað jafnt og þétt undanfarin tólf ár og stendur í dag í um 1,4% sem samsvarar verðbólgumun ríkjanna síðastliðinn áratug. Enn markverðara er að munur á langtímaraunvöxtum hefur verið á stöðugri niðurleið og í nær tvö ár verið næstum hverfandi (um 0,2% í dag), einkum þegar litið er til ójafnrar stærðar og seljanleika myntanna.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 523
  • Sl. viku: 2385
  • Frá upphafi: 1188755

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband