Leita í fréttum mbl.is

Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu

Húsnæðiskostnaður hér á landi er ekki mikill í evrópskum samanburði þegar hann er skoðaður sem hluti af neyslu heimila. Árið 2023 var húsnæðiskostnaður sem hlutfall af neyslu íslenskra heimila 22,7% eftir því sem fram kemur í grein eftir Jón Helga Egilsson, verkfræðing og doktor í hagfræði, í Morgunblaðinu í dag, en þar vitnar hann til gagna frá evrópsku hagstofunni Eurostat.

Þetta hlutfall er lægra á Íslandi en í velflestum Evrópulöndum, segir Jón Helgi. Hlutfallið í Finnlandi er 29,7%, Danmörku 29,1%, Írlandi 26,3% og í Frakklandi 26,2%. Samanburðurinn sýnir að Ísland kemur vel út í evrópskum samanburði, þrátt fyrir hærri vaxtakostnað. Hærri vaxtakostnaður sé hins vegar birtingarmynd meiri hagvaxtar, öflugs atvinnulífs og hárra launa.

Jón Helgi segir mikinn hagvöxt á Íslandi vera jákvætt vandamál þar sem hærri vextir séu oft fylgifiskur þróttmikils efnahagslífs og vaxtar. Á sama hátt fari lægri vextir, hnignun og samdráttur efnahagslífsins oft saman. Landsframleiðsla á Íslandi á hvern íbúa sé meðal þess sem best gerist í heiminum. Öflugt atvinnulíf og hagvöxtur sé grundvöllur hærri launa og bættra lífskjara. Í aðdraganda kosninga sé nú rætt um upptöku evru, en upptaka evru geti haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni, atvinnustig, þjóðarframleiðslu og lánshæfismat. Í greininni segir Jón að kostur við eigin mynt sé aðlögunarhæfni að raunverulegri stöðu efnahagslífsins á hverjum tíma sem auki líkur á að viðhalda samkeppnishæfni Íslands, sem er grunnur að öflugu atvinnulífi. Þá vitnar höfundur til nýlegrar skýrslu Mario Draghi, fyrrverandi bankastjóra Evrópska seðlabankans, um versnandi stöðu Evrópu í samanburði við Bandaríkin, þar sem fram kom að hlutfallsleg samkeppnisstaða Evrópu hafi versnað stórlega síðustu 25 árin. Evran var einmitt kynnt fyrir 25 árum. Þá segir Jón: Án eigin gjaldmiðils sem endurspeglar efnahagslegan veruleika hverju sinni fer aðlögun efnahagslífsins fram í gegnum vinnumarkaðinn með tilheyrandi atvinnuleysi og fólksflótta eins og víða er raunin á evrusvæðinu.

Í lok greinarinnar segir Jón:

Á Íslandi hefur sögulega verið lítið atvinnuleysi. Í mörgum evrulöndum hefur ungt fólk hins vegar átt erfitt með að finna vinnu og gjarnan leitað tækifæra annars staðar, innan og utan Evrópu. Þegar vel menntað hreyfanlegt vinnuafl flytur í burtu hefur það neikvæð áhrif á efnahaginn til lengri tíma. Atvinnuleysi ungs fólks á Íslandi árið 2023 var 3,8% í samanburði við 12,7% á Ítalíu, 11,6% í Grikklandi, 10,5% í Frakklandi, 9,9% Spáni og 7,7% í Portúgal og Finnlandi svo dæmi séu tekin. Langvarandi og mikið atvinnuleysi er böl og getur haft neikvæð áhrif á efnahagslegan framgang þjóða svo ekki sé talað um lífsgæði og framtíðarhorfur fyrir ungt fólk og þar með efnahag til langrar framtíðar.

Málefnaleg og vel ígrunduð stjórnmálaumræða dregur fram kosti og galla stefnumála flokka – svo sem upptöku evru – svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun um stuðning við stefnumál og flokka. Markmið okkar hlýtur að vera öflugt og sanngjarnt þjóðfélag sem byggist á öflugum efnahagslegum grunni, segir Jón Helgi undir lok greinar sinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ekki viss um að þau sem ekki geta keypt íbúð í dag og eru á leigumarkaði séu sammála þessum tölum.  22,7% af neyslu heimilisins?  Dæmi leiga 300 þúsund á mánuði. Gamla þríliðan segir okkur að ef 300.000 er 22,7% og að 100% sé X eða að launin séu yfir 1.321.000. Sennilega róaðist Sólveig hjá Eflingu heilmikið ef þetta væri raunin. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 24.11.2024 kl. 11:16

2 Smámynd:   Heimssýn

Hér er væntanlega um meðaltöl að ræða, Tryggvi, og auðvitað segja þau ekki alla söguna. En í samanburði við önnur lönd og aðstæður þar segja meðaltölin heilmikla sögu. 

Heimssýn, 24.11.2024 kl. 11:34

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Það eru þúsundir manna, kvenna og barna sem eru föst í fáttæktargildru.  Búa við sára fátækt í landinu þar sem smjör drýpur af hverju strái, að meðaltali. Er þá í lagi að gera lítið til að kippa þessu í lag? Og varðandi ESB spyr ég: hvað er að því að kjósa um hvort við klárum umsóknarferlið.  Hversvegna spretta fram sjálfskipaðir sérfræðingar sem eru tilbúnir til útskýra fyrir okkur hve skelfilegt það er ef við skoðuðum kosti og galla inngöngu fordómalaust.  Hvað er að óttast?

Tryggvi L. Skjaldarson, 24.11.2024 kl. 12:41

4 Smámynd:   Heimssýn

Ef húsnæðiskostnaður væri hlutfallslega jafnmikill og í þeim Evrópulöndum sem nefnd eru væru væntanlega fleiri í vandræðum vegna tekjuleysis hér á landi. Aðild að ESB myndi því ekki bæta neitt hvað það varðar. Varðandi það að kjósa um svokallað áframhald viðræðna þá er því til að svara að við erum búin að fara í aðildarviðræður. Þær fela það í sér, ef við ætlum að gerast aðilar að ESB, að við þurfum að samþykkja ESB eins og það er. Það liggur fyrir og hefur margoft verið ítrekað. Það þarf engar frekari viðræður til að skoða það.

Heimssýn, 24.11.2024 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 2108
  • Frá upphafi: 1188244

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1918
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband