Leita í fréttum mbl.is

Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns

Líklega er furđulegasta hugmynd síđari ára sú ađ ţađ sé Íslendingum til hagsbóta ađ fela stjórnvald á Íslandi í hendur ađila sem ekki eru kosnir af fólkinu í landinu og er skítsama um hvort Ísland flýtur eđa sekkur.  

Ţá sjaldan spurt er hvernig meintur gróđi af ađild verđur til eru svörin jafnan út í bláinn og oft svo margorđ ađ augljóst er ađ markmiđiđ er ađ hlustendur og lesendur tapi ţrćđi og hćtti ađ hugsa um máliđ. 

Margir taka til máls um svokölluđ Evrópumál ţessa dagana.  Flestir gera ţađ til ađ brýna nýkjörna Alţingismenn, svo landsmálin fari ekki öll í uppnám međ nýrri umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu.  Í dag er sérstök ástćđa til ađ vekja athygli eftirtöldum skrifum:

 

Í fyrsta lagi grein Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Aríonbanka, ţar sem fjallađ er um leiđir til ađ lćkka vexti.  Eins og viđ mátti búast er hvorki upptöku evru né breytingu á lit peningaseđla ţar ađ finna. 

.https://www.visir.is/g/20242659657d/thad-eru-leidir-til-ad-laekka-vexti-ibudalana-viljum-vid-gera-eitthvad-i-thvi-

 

Ţá fer Hjörtur J. Guđmundsson yfir nokkur lykilatriđi í valdakerfi Evrópusambandsins og drepur m.a. á valdaleysi ţjóđa sem ţó eru tífalt stćrri en Íslendingar. 

https://www.visir.is/g/20242660231d/mytan-um-saetid-vid-bordid

 

Ţriđju skrifin á lista dagsins eru í ranni Jóns Bjarnasonar, fv. ráđherra og fullveldissinna, en hann greinir stjórnmálin á Íslandi skýrt og skynsamlega.  Ţađ er deginum ljósara ađ fylgi svokallađra Evrópuflokka er vegna ţess ađ ţeir lögđu blauta drauma um Evrópusambandsađild til hliđar og héldu ţeim alls ekki á lofti.  Ćtli menn ađ hefja vegferđ í átt ađ Evrópusambandinu fer augljóslega allt í háaloft. 

https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Stjórn peningamála á Íslandi er í höndum ađila sem eru ekki kosnir af fólkinu í landinu og er skítsama um hvort heimili landsins fljóta eđa sökkva. Kjósendur hafa aldrei verđir spurđir álits á ţví hvort ţeir vildu fela ţessum ađilum ţetta vald.

Ađ undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn gert athugasemdir viđ ţetta fyrirkomulag. Ađrir sem virđast vilja standa vörđ um ţađ hafa í nýlegum greinaskrifum viđrađ ţćr skođanir ađ viđkomandi stjórnmálamenn séu einhverskonar brjálćđingar.

Ţarf ekki ađ rćđa ţađ af alvöru hvernig ţessu fyrirkomulagi eigi ađ vera háttađ án fordómafullra upphrópana?

Er stjórn peningamála ekki lykilţáttur í fullveldi ţjóđar?

Guđmundur Ásgeirsson, 7.12.2024 kl. 00:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 134
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 1253
  • Frá upphafi: 1233605

Annađ

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 1062
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband