Leita í fréttum mbl.is

Mýtan um vexti

Gervigreind er orðin mjög þróuð og gangleg. Það sem gefur henni einnig einstaka eiginleika er að hún spyr ekki um stjórnmálaskoðanir þeirra sem beita henni til að leita svara við spurningum.

ChatGPT var beðið að bera saman vexti á húsnæðislánum í Hollandi og Sviss (Can you compare housing interest rates in Switzerland and Netherlands) og svarið kom um hæl og hljóðar þannig samantekið og í lauslegri þýðingu:

Í nóvember 2024 var merkjanlegur munur á vöxtum húsnæðislána í Sviss og Hollandi sem orsakast af mismunandi peningastefnu og efnahagslegum aðstæðum hvors lands um sig.

Vaxtastig: Vaxtastig á húsnæðislánum í Sviss er almennt lægra en í Hollandi. Til dæmis getur 10 ára húsnæðislán með föstum vöxtum í Sviss verið með vexti allt niður í 1,40%, en í Hollandi eru fastir lánsvextir að meðaltali um 3,18%. Efnahagslegir þættir: Lægri vexti í Sviss má rekja til sjálfstæðrar peningastefnu og sögulega lágra vaxta. Aftur á móti er Holland, sem hluti af evrusvæðinu, undir áhrifum frá stefnu Seðlabanka Evrópu, sem hefur leitt til hærri vaxta síðustu ár.

Markaðsaðstæður: Hollenski húsnæðislánamarkaðurinn hefur séð hækkandi vexti vegna efnahagslegra þátta og stefnu seðlabanka sem miðar að því að halda verðbólgu í skefjum.

Niðurstaða: Fólk sem hyggst kaupa sér húsnæði í Sviss nýtur góðs af lægri vaxtastigi á húsnæðislánum samanborið við Holland. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa í huga að vextir geta breyst eftir efnahagsaðstæðum og peningastefnu. Það er mælt með að leita til fjármálaráðgjafa eða sérfræðinga í húsnæðislánum til að fá sem nákvæmustu og persónulegustu upplýsingar.

Er niðurstaðan af þessu mögulega sú að til þess að lækka vexti á Íslandi væri betra að óska eftir að verða 27 Kantónan í Sviss fremur en aðild að peningakerfi ESB?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig hefur nú lengi grunað að vöxtum hér á landi sé meira stjórnað í samræmi við geðþótta seðlabankastjóra, hvernig morgunmaturinn fer í hann, hvort liðið hans í Enska stendur sig vel eða illa eða hvernig viðrar, frekar en einhverju efnahagsástandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2024 kl. 14:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aðalástæðan fyrir því hvað vextir eru lágir í Sviss um þessar mundir er að svissneski seðlabankinn er að reyna að hemja hækkun á gengi frankans vegna innflæðis fjármagns, til að viðhalda samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega en svissneska hagkerfið er mjög útflutningsdrifið. Ástæðan fyrir innflæðinu er óvissa á alþjóðavettvangi m.a. vegna valdaskipta í Bandaríkjunum og þá flýja menn gjarnan með fé í öruggt skjól sem hefur í sögulegu samhengi gjarnan mátt finna í Sviss. Á sama tíma er nákvæmlega enginn að flýja með fé inn í evruhagkerfið.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2024 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 168
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 2103
  • Frá upphafi: 1184510

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 1817
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband