Leita í fréttum mbl.is

Villugjarnt á Kögunarhóli

Einn er sá hóll á Suð-vestur horninu sem útsýni á til að vera villugjarnt þó að við víðsýni sé kennt af staðarhaldra. Sá nefnist Kögunarhóll.

Staðarhaldarinn þar ritaði nýverið um mikilvægi efnahags og tollasamvinnu í þeirri nýju veröld sem hann kallar svo að blasi nú við. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur boðað tollastríð gegn Kína og að einhverju leyti gegn Evrópu.

Evrópusambandið hefur sömuleiðis nýverið lagt aukna tolla á ákveðnar vörur frá Kína, einkum rafbíla. Til þessara aðgerða er gripið til að bregðast við áhyggjum af markaðsröskun vegna ríkisstuðnings í Kína. Tollarnir nema 17% til 38% til viðbótar við núverandi 10% toll sem þegar er lagður á bíla sem framleiddir eru utan ESB. Tollarnir munu gilda í fimm ár. Þeir eru mismunandi eftir framleiðendum; til dæmis standa fyrirtæki eins og BYD, Geely og SAIC frammi fyrir viðbótar tollum á bilinu 17% til 35,3%.

Tollar á kínverska bíla sem fluttir eru inn til Íslands frá Kína eru hins vegar 0%.

ChatGPT áætlar að í ótilgreindu ESB landi þar sem VSK er 20% kosti BYD Atto 3, 57.912 Evrur eða ca. 8.418.378 kr. Þar af eru 38.000 Evrur innkaupsverð, 27% tollur gerir 10.260 Evrur og 20% VSK 9.652 Evrur (algengt er að VSK sé á bilinu 20-25% eftir löndum).

Listaverð á þessum bíl hjá umboðinu hér á landi (18.12 2024) er 6.490.000 kr og frá því dregst 900.000 kr styrkur úr orkusjóði.

Hverju á tollasamvinna m.ö.o. aðild ESB og tollabandalaginu þar með að skila skila íslenskum kaupendum kínverskra rafbíla?

Já villugjarnt virðist útsýnið af Kögunarhóli hér sem oft áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.2.): 569
  • Sl. sólarhring: 731
  • Sl. viku: 3213
  • Frá upphafi: 1192576

Annað

  • Innlit í dag: 499
  • Innlit sl. viku: 2927
  • Gestir í dag: 467
  • IP-tölur í dag: 464

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband