Leita í fréttum mbl.is

Uppskrift að eitri allra tíma

 

Fjölmargar þjóðir í Evrópu takast á hverjum degi á við ýmis konar erfiðleika sem eiga rætur að rekja til djúpstæðs klofnings og jafnvel borgarastríðs fyrir löngu síðan. Togstreita sem á rætur að rekja til tíma þegar hópar innan sama ríkis hötuðu hverjir aðra eins og pestina getur blossað upp og smitað allt samfélagið.

Íslendingar fengu örlítinn smjörþef af sundurlyndi af þessu tagi þegar tekist var á um herinn í Keflavík og aðildina að Norður-Atlantshafsbandalaginu.  Það voru þó smámunir miðað við þá sem ætluðu aldrei að gleyma hverjir drápu afann sem var kommúnisti eða kapítalisti, páfadindill eða lúthersvillumaður í fjarlægum sveitum Evrópu.  Engu að síður spillti hermálið stjórnmálum á Íslandi verulega.  Stjórnmálamenn gátu gengið að vísum stuðningi fjölda manna, bara ef þeir lofuðu að halda hernum, eða reka hann burt.

Djúpstætt sundurlyndi stendur iðulega í vegi fyrir framförum og má líkja við eitur í samfélaginu.

Nú er í uppsiglingu annað mál, sem hefur alla burði til að bera eitur í alla kima samfélagins.  Hópur manna vill færa stjórnvald á Íslandi til Evrópusambandsins.  Annar hópur vill það alls ekki.  Sá síðarnefndi mun ekki taka því þegjandi að láta hafa af sér þau borgaralegu réttindi að geta kosið sér löggjafa. 

Ákafamenn um valdaframsalið ætla sér að koma í því í gegn með brögðum.  Fyrst á að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þess verður gætt vandlega að spyrja um eitthvað sem enginn er á móti.  Að því búnu verður hafist handa við að breyta lögum landsins til samræmis við lög Evrópusambandsins.  Síðan verður beðið eftir hressilegri ágjöf til að fá endanlegt samþykki.  Ef biðin verður löng má alltaf gefa öllum fullt af peningum og kjósa svo þegar verðbólguskotið kemur í kjölfarið. Í trausti þess að 50,1% trúi því að framsal stjórnvalds sé leiðin til að losna við verðbólgu ætla þessir menn að lýsa yfir sigri, því þeim er sama um hin 49,9%, sem bíða tækifæris að jafna metin og losna út. 

Er þarna komin uppskrift að viðvarandi og djúpstæðu sundurlyndi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stjórnarskráin leyfir ekki ESB aðild. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt þeirri staðreynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.12.2024 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 42
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 2248
  • Frá upphafi: 1255806

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 2028
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband