Leita í fréttum mbl.is

Gullmolar á nýju ári

Stefán Karlsson heitir maður.  Hann er stjórnmálafræðingur sem hefur getið sér gott orð fyrir kennslu og ekki er hann ónýtur penni.

Stefán skrifar í Morgunblaðið um fullveldi Íslands og þar er nokkurt samsafn gullmola.  Hann tekur hugmyndina um að "deila fullveldi" í nefið með stuttri spurningu:

Spyrja má hvað Íslendingar hafa með það að gera að eignast hlutdeild í fullveldi Þýskalands.

Það er nefnilega ekki aðeins þannig að hlutur Íslands í fullveldi Þýskalands yrði svo lítill að hann skipti engu máli, heldur hafa Íslendingar ekkert með hann að gera. 

Stefán ræðir í sömu grein þá staðreynd, sem sumir vilja gera sem minnst úr, að Evrópusambandið stefnir opinberlega á sífellt meiri samruna og að verða eitt stórt ríki. Það er reyndar komið býsna langt í þá átt. Í stórríkinu verður lögð áhersla á að draga úr menningarmuni.  Þannig er saga þeirra sem ráða ferðinni, Þjóðverja og Frakka.  Um þetta segir Stefán:

Stefnt verður að því að koma á yfrþjóðlegri alríkismenningu sem m.a. byggist á því að fækka tungumálum. Sterkum áróðri verður haldið uppi til að sýna fram á að lítil menningarsamfélög séu úrelt enda Þrándur í Götu einingarhugsjónar Evrópuríkisins. Það liggur beint við að álykta að í víðlendri margra hundraða milljóna ríkisheild verði talið of kostnaðarsamt og óarðbært, dýrt sport og fortíðarhyggja að halda við litlum málsamfélögum. 

Þetta er því miður að öllum líkindum laukrétt.  Á meðan verið er að ná afgangnum af þjóðunum inn og koma samrunaferlinu í höfn hentar auðvitað ekki að hafa hátt um þessi mál, en það örlar á þeim, t.d. þegar rætt er um að fækka þurfi opinberum tungumálum í Evrópusambandinu.

https://www.facebook.com/photo/?fbid=10162600163297905&set=gm.790497916576168&idorvanity=439592811666682 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 407
  • Sl. sólarhring: 457
  • Sl. viku: 2999
  • Frá upphafi: 1181171

Annað

  • Innlit í dag: 349
  • Innlit sl. viku: 2682
  • Gestir í dag: 323
  • IP-tölur í dag: 319

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband