Leita í fréttum mbl.is

Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum

Tuttugu og tveimur árum eftir að Samfylkingin efndi til atkvæðagreiðslu í flokknum um afstöðu til spurninga í Evrópumálum hefur forystufólk flokksins áttað sig á því að spurningarnar þá voru út í hött (eða alltént barn síns tíma).

Forystan virðist að minnsta kosti sum hver hafa áttað sig á því að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu felur það í sér að við yrðum hluti af því eins og það er í dag; tækjum upp regluverk og annað. Eina frávikið gætu mögulega verið afmarkaðar og tímabundnar undanþágur. Þetta kom skýrt fram í nýlegu viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formann Samfylkingarinnar, í nýlegum útvarpsþætti.

Það má því segja að Samfylkingin hafi eitthvað lært á þessum tveimur áratugum, eða frá því er lögð var eftirfarandi spurning fyrir flokksfólkið: „Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Megnið af umræðunni snerist á sínum tíma um að það væri um eitthvað raunverulegt að semja og sem kunnugt er hélt Össur Skarphéðinsson þess háttar sjónarmiðum stíft fram. Það er því ágætt að Samfylkingin hafi á tveimur áratugum lært að það er ekki um neitt að semja nema hugsanlega einhverjar tímabundnar og afmarkaðar undanþágur sem skipta litlu máli til lengdar. Hins vegar yrðum við að hraða allri regluaðlögun um leið og möguleg umsókn yrði send inn að nýju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 224
  • Sl. sólarhring: 411
  • Sl. viku: 2793
  • Frá upphafi: 1181427

Annað

  • Innlit í dag: 188
  • Innlit sl. viku: 2473
  • Gestir í dag: 180
  • IP-tölur í dag: 178

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband