Leita í fréttum mbl.is

Leiðindasuð

Í fljótu bragði virðist einkennilegt að miklu fleiri séu hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallaðar viðræður við Evrópusambandið, en þeir sem vilja að Íslandi gangi í sambandið. 

Ýmsar skýringar koma til greina.  Því hefur verið haldið fram að fá þurfi svör við ósvöruðum spurningum og það hljómar ekki vel að standa í vegi fyrir því að svarað sé.  Staðreyndin er að engu sem skiptir máli er ósvarað.  Svarið er þetta:  Evrópusambandið ræður í Evrópusambandinu. Það verður ekki samið um neitt annað og svo verður heldur ekki samið um það sem óviss framtíð ber í skauti sér.  Þar gildir það sama:  Evrópusambandið ræður. 

Önnur skýring er að menn telji að með kosningu megi útkljá málið í eitt skipti fyrir öll og losna við Evrópusuðið.  Því miður er það ekki þannig.  Norðmenn kusu tvisvar, en suðið er enn í gangi. Suðið byggir m.a. á Evrópusambandshefðinni, að kjósa aftur og aftur þangað til rétt niðurstaða fæst.  Þá má hætta að kjósa. 

https://www.visir.is/g/20252671063d/-evropusudid-hverfi-ekki-med-thjodar-at-kvaeda-greidslu  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spurningin var svohljóðandi:

"Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB?"

Það er margt kolrangt við spurninguna.

Í fyrsta lagi getur spurningin efnislega aðeins snúist um hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki. Ef það yrði gert færi svo í gang aðildarferli sem væri bara formsatriði sama hvort því fylgdu einhverjar "viðræður" um hluti sem eru hvort sem er ekki umsemjanlegir. Spurningin er óljós og blekkjandi um þetta. Ef á að spyrja yfir höfuð á að spyrja um kjarna málsins en ekki eintóm formsatriði eða hliðarverkanir hans.

Í öðru lagi er efni spurningarinnar markleysa því stjórnarskráin heimilar ekki aðild að ESB og engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt því. Að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað sem óháð niðurstöðu hennar er hvort sem er óheimilt myndi vera óheiðarlegt, tilgangslaust og peningasóun. Álíka mikil markleysa og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að gera köttinn Diego að konungi Íslands. Svo er ljótt að draga fólk á asnaeyrum.

Niðurstöður könnunar þar sem 37,5% segjast hlynnt einhverju sem stjórnarskráin leyfir ekki sýnir öðru fremur mikilvægi þess að hún verði tekin upp í skyldunámsefni grunnskóla.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2025 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 215
  • Sl. sólarhring: 320
  • Sl. viku: 2694
  • Frá upphafi: 1181799

Annað

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 2366
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband