Sunnudagur, 5. janúar 2025
Rykbindiefni
Maður að nafni Gunnar Hólmsteinn bað í Vísi um staðreyndir í Evrópuumræðu. Þótt beiðnin hafi verið á bólakafi í graut af fullyrðingum sem voru meira eða minna út í bláinn svarar Hjörtur J. Guðmundsson Gunnari af alkunnum skýrleika og kurteisi í Vísi í dag, 5. janúar 2025. Þar eru nokkrar staðreyndir sem greinilega eru ekki nógu oft rifjaðar upp.
Í fyrsta lagi eru örríki á borð við Ísland að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Um það segir þetta:
Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið myndi landið fá sex þingmenn á þingi þess af um 720 eins og staðan er í dag sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan væri enn verri í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði á við að eiga aðeins 5% hlutdeild í alþingismanni.
Þá er rifjað upp að yfirþjóðlegt vald Evrópusambandisns er niðurneglt í Lissabonsáttmálanum. Það á m.a. við um sjávarútvegs- og orkumál. Þar eru helstu auðlindir Íslands, hafi það farið famhjá einhverjum.
Um efnahags og peningamál segir Hjörtur orðrétt:
Við getum sömuleiðis talað um þá staðreynd að lágir vextir innan evrusvæðisins á liðnum árum hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands þar á bæ heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar með meðal annars litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi hinn svokallaði stöðugleiki. Það er ástæða fyrir því að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vexti. Staða efnahagsmála innan svæðisins hefur einfaldlega ekki gefið tilefni til þess.
og rifjar svo upp að evran hefur aldrei uppfyllt skilyrðin 4 sem nauðsynleg eru myntsvæði að mati nóbelsverðlaunahafans Róberts Mundell. Evran er í raun tæki til að ná fram pólitískum markmiðum fremur en tæki til að hámarka hagkvæmni í efnahagsmálum.
Hjörtur rifjar svo upp að spilling er landlæg í Evrópusambandinu og að til að komast í það bæli sem Evrópusambandið er, er lágmark að hafa samstíga ríkisstjórn í málinu og traustan meirihluta á Alþingi. Því er ekki fyrir að fara. Að lokum er svo hnykkt á því sem Evrópusamandið hefur margoft hnykkt á sjálft; ríki sem óska eftir aðild að sambandinu fara ekki í viðræður um hvaða reglur eigi að gilda í sambandinu, heldur um það hversu hratt og hvernig þær verða best innleiddar í viðkomandi ríki.
Í stað þess að ræða málin á forsendum staðreynda eins og hér er sagt frá einkennist málflutningur svokallaðra Evrópusinna jafnan af tilraunum til að þyrla upp svo miklu ryki að menn missi sjónar á staðreyndum í dálitla stund.
Það þætti ekki einu sinni boðlegt á málfundi í grunnskóla.
https://www.visir.is/g/20252671177d/tolum-endilega-um-stadreyndir
Nýjustu færslur
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
- Passaðu þrýstinginn maður!
- Orkumálaráðherra Svíþjóðar er bláreið við Þjóðverja
- Ekki af baki dottnir
- Uppskrift að eitri allra tíma
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 6
- Sl. sólarhring: 264
- Sl. viku: 2488
- Frá upphafi: 1181863
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2184
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning