Leita í fréttum mbl.is

Alvöru sparnađur

Ţađ er siđur sumra ađ reikna hagnađ af félagsađild í Evrópusambandinu međ ţví ađ leggja saman styrkina, en sleppa greiđslunum í sjóđina.  Ţćr koma nefnilega úr allt öđrum vasa, ţó svo hann sé á sömu buxunum.  

Morgunblađiđ birti í fyrradag grein eftir Harald Ólafsson, ţar sem brugđist er viđ áskorun stjórnvalda um ađ koma međ hugmyndir til sparnađar.  Ţar segir ţetta:

 

Ríkisstjórn Íslands hefur óskađ eftir tillögum til sparnađar.  Ţađ er sjálfsagt ađ bregđast viđ ţví kalli. Núverandi fyrirkomulag á samskiptum viđ ţau ríki sem eftir eru í Evrópusambandinu, eftir ađ Bretar yfirgáfu ţađ, er dýrt.  Kostnađurinn viđ ţetta fyrirkomulag, sem ađ mestu markast af samningnum um Evrópska efnahagssvćđiđ er margţćttur og ţar er svigrúm til sparnađar.

Í fyrsta lagi er um ađ rćđa ţađ sem kalla má ađildargjöld ađ EES.  Ţađ eru um 3 milljarđar á ári, eftir ţví sem nćst verđur komist. Líta má á ađ um sé ađ rćđa ađgangseyri ađ sameiginlegum markađi Evrópusambandsins.  Ţađ er kyndugt, ţví ekkert slíkt gjald var innheimt fyrir ađild ađ fríverslunarsamtökunum EFTA og ţađ felst mótsögn í ţví ađ njóta tollfrelsis, en ţurfa samt ađ greiđa fyrir markađsađgang.  Ţađ kyndugasta er ţó ađ Íslendingar njóta ekki fulls tollfrelsis fyrir útflutning á helstu afurđ Íslands inn á markađ Evrópusambandsins.

Í öđru lagi er verulegur og vaxandi kostnađur af gjöldum sem tengjast sérstökum málaflokkum.  Ţar má nefna gjöld fyrir losunarheimildir sem leggjast munu af vaxandi ţunga á ferđir til Íslands í lofti og á sjó.  Ţađ kerfi er ţannig útbúiđ ađ kostnađur getur, og mun líklega aukast sjálfkrafa, án ţess ađ til komi sérstakar pólitískar ákvarđanir um hćkkun.  Ţá stendur til ađ innheimta gjald fyrir vegabréfsáritun fyrir ferđamenn sem koma til Íslands frá löndum utan Schengen-svćđisins.  Ţeir peningar lenda ađ stórum hluta í sjóđum Evrópusambandsins.  Ţau gjöld sem hér eru nefnd leggjast sérlega ţungt á íslenskt samfélag eru ţví réttnefnd Íslandsskattur.

Í ţriđja lagi er kostnađur stofnana og fyrirtćkja viđ ađ gera ţađ sem reglur Evrópusambandsins segja ađ ţurfi ađ gera.  Reglurnar koma á fćribandi til stimplunar á Alţingi.  Ţeim fjölgar stjórnlaust og berast óháđ ţví hvort ţeirra sé ţörf eđa ekki. 

Í fjórđa lagi eru hindranir á viđskiptum og viđskiptasamningum viđ lönd utan Evrópusambandsins vegna tćknilegra kvađa sem Evrópusambandiđ setur.  Ţćr kvađir eru iđulega til ađ vernda iđnađ á meginlandi Evrópu fyrir samkeppni.

Í fimmta lagi er rétt ađ hćtta öllum verkum sem miđa ađ ţví ađ koma Íslandi í Evrópusambandiđ.  Ađeins rúmur ţriđjungur ţjóđarinnar vill ganga í bandalagiđ, minnihluti Alţingis vill ţađ og hluti ríkisstjórnarinnar er ţví algerlega andvígur.  Fyrir hálfum öđrum áratug var haldiđ í Evrópusambandsvegferđ sem fór út um ţúfur.  Nú eru ađstćđur mun mótdrćgari; Bretar eru horfnir úr sambandinu, sambandiđ á í blóđugri styrjöld, stađa efnahagsmála hjá burđarstólpum sambandsins er slćm og horfurnar verri.  Helmingurinn af sambandinu er bláfátćkur, en Ísland er hins vegar á mun betra róli en ţađ var áriđ 2009.  Ađildarferli ađ sambandinu kostar marga milljarđa á ári og ţađ er algerlega út í bláinn ađ hefja slíka vegferđ.

Ţađ er erfitt ađ setja tölur á suma liđina sem hér eru upp taldir, en um er ađ rćđa ađ minnsta kosti tugi milljarđa á ári. Á móti kemur hugsanlegur hagnađur af EES.   Samkvćmt gögnum frá stjórnvöldum er ekki ljóst hver hann er.  Ţađ er vel hugsanlegt ađ hann sé lítill sem enginn og tvímćlalaust mun minni en sumir vilja trúa.  Ekki varđ augljóst tap af ţví ađ Bretar hćttu í EES og ekki leiđa viđskipti viđ Breta og 95% af heimsbyggđinni til kostnađar af ţví tagi sem hér er upp talinn.  

Ţađ fćri vel á ţví ađ ríkisstjórnin endurskođađi fyrirkomulagiđ á samskiptum Íslands viđ ţađ sem eftir er af Evrópusambandinu, međ víđtćka fríverslun í huga


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 682
  • Frá upphafi: 1232773

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 590
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband