Leita í fréttum mbl.is

Uppeldisfræðileg nýlunda

Thomas nokkur Möller skrifaði sérkennilega grein í DV um daginn, þar sem fram kom að það væru í senn framfarir fólgnar í því að færa vald inn í landið og út úr því.  Fleira var í þeim dúr. 

Haraldur Ólafsson svarar helstu umræðupunktunum frá Thomasi í grein í DV í dag.  Hann segir m.a. um þjóðaratkvæðagreiðslu:

Ekki leynir sér að hugmynd, a.m.k. sumra, er að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt verður spurningar sem mörgum reynist erfitt að svara neitandi, jafnvel þótt þeir hafi engan áhuga á að verða þegnar í Evrópusambandinu. Með frjálslegri túlkun á niðurstöðunni er í kjölfarið ætlunin að halda í aðlögunarvegferð sem endar með óformlegri inngöngu í Evrópusambandið. Ef vitað er að áætluð ferðalok felast í að láta ýta sér fram af kletti er óþarfi að leggja í kostnaðarsamar viðræður um hvort það sé gott að fá sér heilsubótargöngu upp á klettinn.

Í kaflanum um vaxtamál má skilja Harald á þann veg að börn hafi fræðsluskyldu gagnvart  foreldrum.  Það má segja að þar fari uppeldisfræðileg nýlunda:

Áhugamönnum um þessi mál má benda á grein Agnars Tómasar Möller „Mýtan um hávaxtakrónuna“ í Morgunblaðinu 20. nóvember 2024. Þar segir m.a. „En með hliðsjón af þróun langtímavaxta bendir hins vegar ekkert til að krónan sé sérstakur áhrifavaldur hærra vaxtastigs á Íslandi – þvert á móti…“ Það ætti að vera sérlega hægt um vik fyrir Thomas Möller að fá nánari útskýringar hjá Agnari Tómasi Möller í þessu máli.

https://www.dv.is/eyjan/2025/01/18/haraldur-olafsson-skrifar-nei-thomas-thetta-er-ekki-svona/ 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vextir eru skrifaðir á lánasamninga, ekki peningaseðla.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2025 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 185
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 2166
  • Frá upphafi: 1185412

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 1861
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 146

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband