Leita í fréttum mbl.is

Tæki 15 ár að fá evru – og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?

Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor í Lundúnum, segir evruna vera aukaatriði í sambandi við aðild að ESB, enda tæki 15 ár að taka hana upp og á meðan þyrftum við að halda vöxtum háum (með aukinni hættu á atvinnuleysi). Meira máli fyrir okkur skipti laga- og regluumhverfi ESB, m.a. um fiskveiðistjórnun og nýtingu náttúruafla. Þetta kemur fram í frétt á vb.is. Miðað við gildandi reglur, stefnu og hugsunarhátt yrði væntanlega litið á orku og aðrar auðlindir hér á landi og umhverfis landið sem sameiginlegar lindir fyrir alla íbúa Evrópu. Í frétt vb.is er einnig minnt á nýlega grein sérfræðings í hagfræði og peningastefnu þar sem kemur fram að jaðarríki (á borð við Ísland) hafi mestan kostnað af upptöku evrunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt þess vegna kæri ég mig ekkert um evruna, og vil halda sem lengst í krónuna, enda hefur hún reynst okkur best, hvað sem upp hefur komið. Við ættum að líta til frændþjóða okkar á Norðurlöndum, sem vilja halda sinni krónu sem lengst, og vilja ekkert með evruna hafa. Okkur væri nær að fara eftir því, sem frændþjóðir okkar gera og taka mark á því, sem þar er sagt um þessi mál. Ég vil heldur ekkert um ESB-aðild hafa, því að ég vil, að við Íslendingar eigum fiskimiðin, orkuna og aðrar auðlindir okkar, ein og ráða yfir þeim. Ég skil ekki þessa áráttu að vilja bruna inn í ESB, þegar sá félagsskapur virðist líka vera á fallanda fæti eftir nýjustu fregnum að dæma. Við höfum ekkert þangað að gera að neinu leyti, en það er eins og sumir skilji það ekki eða vilji ekki skilja það. Það er meinið. Lifi lýðveldið Ísland!

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2025 kl. 14:03

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fólk gleymir í þessum umræðum að taka með í reikninginn hversu mikið af ESB lögum hafa verið tekin upp hérlendis, eða nánast stimpluð inn, síðan 1993 og hversu hátt hlutfall lagasmiðjunnar er nú þegar hluti af ESB regluverkinu.

Í rauninni erum við löngu orðin að ESB-fylki og ef fólk áttaði sig á því, gæti það hugsanlega skilið að við erum nú þegar fullkomlega kæfð undir fjallinu.

... ef fólk hefur enn skilningsgáfu.

Guðjón E. Hreinberg, 23.1.2025 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.3.): 85
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 2260
  • Frá upphafi: 1202601

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 2036
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband