Leita í fréttum mbl.is

Evran er aukaatriði

Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics einn fremsta hagfræðiskóla í heimi, fer yfir fjölmargt í fjögurra síðna viðtali við Viðskiptablaðið sem kom út 23. janúar. Þar segir hann m.a.:

“Ég fæ þá tilfinningu að umræðan á Íslandi sé þannig að það sé hægt að ganga inn í ESB og taka upp evruna einn, tveir og þrír, og öðlast lága vexti og stöðugleika á svipstundu. Þessi umræða virðist því miður ekki vera í tengslum við raunveruleikann.”

Aðild að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) segir hann ekki verða fyrr en eftir "...svokallað aðlögunarferli sem tekur nokkur ár. Þá taka við gildandi reglur ESB um gjaldmiðla sem eru nokkuð skýrar.”

Til þess að ný aðildarlönd geti tekið upp Evru þurfa þau að sýna fram á að þau geti mætt skilyrðum um verðbólgu, stöðugleika gengis og afkomu hins opinberra. Reynslan sýnir að það geti tekið mörg ár, jafnvel 10 til 20 ár, fyrir ný aðildarlönd að mæta þessum skilyrðum.

Umræða sem drifin er af röngum fullyrðingum eða óbeinum skilaboðum hvað þetta varðar er óábyrg. Viðtal Viðskiptablaðsins við Jón er mikilvægt innlegg í málefnalega umræðu.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 301
  • Sl. sólarhring: 425
  • Sl. viku: 2139
  • Frá upphafi: 1187366

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 1895
  • Gestir í dag: 263
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband