Leita í fréttum mbl.is

Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild

Viðtal Viðskiptablaðsins á dögunum við Jón Daníelsson er svo hispurslaust að segja má að það blási á þann huliðshjúp sem sannleikurinn virðist oft sveipaður þegar kemur að umræðu um ESB aðild Íslands.

Undir lok þess kemur Jón inn á kjarna málsis. Eftir að hafa rakið með góðum rökum og skýringum að vextir hér á landi þurfi að vera háir á aðlögunartíma segir að umbúðalaust að þegar komi að ESB aðild sé gjaldmiðillinn þó algert aukaatriði.

"Það sem mér hefur þótt skrítið við ESB umræðuna á Íslandi er að nota evruna sem meginástæðu þess að ganga inn í sambandið. Gjaldmiðillinn er aukaatriði. Það að ganga inn í ESB hefur áhrif á alls konar löggjöf; fiskveiði- og landbúnaðarkerfin, innviðauppbyggingu, nýtingu náttúruafla. Þetta yrðu stórvægilegar breytingar fyrir Ísland og eru mikilvægari atriði til að huga aðheldur en það hvort við endum með evruna sem gjaldmiðil eða ekki."

Hvernig væri að halda sig við fremur einfaldar staðreyndir í umræðunni heldur en draga sífellt upp mynd af óraunhæfum draumórum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evrópusinnar hafa grímulaust notað það sem ástæðu fyrir inngöngu í ESB og upptöku evru að það sé nauðsynlegt svo að íslenskir neytendur geti losnað undan verðtryggingu.

Þessi kenning er fölsk, eins og sendifulltrúi ESB staðfesti fyrir rúmum áratug síðan á fundi sem ég tók þátt í.

Ég hef skrifað oft um þetta og ætla ekki að endurtaka það hér heldur vísa til fyrri skrifa um þetta efni:

ESB/evra og verðtrygging - athugasemd á bloggi Heimssýnar

Í seinni tíð með aukinni útbreiðslu óverðtryggðra lána hafa Evrópusinnarnir svo gjarnan bætt því við innganga í ESB og upptaka evru sé nauðsynleg til að fá hagstæðari/viðunandi vexti.

Sú kenning er jafn fölsk eins og ég hef líka skrifað oft um, meðal annars í athugasemdum hér á þessu ágæta bloggi.

Gjaldmiðlar bera ekki vexti, lán bera vexti. Vextir eru ekki skrifaðir á peningaseðla heldur lánasamninga.

Allar reglur sem gilda um lán til neytenda í ESB gilda nú þegar á Íslandi í gegnum EES samninginn. Ef Íslandi gengi í ESB og tæki upp evru yrði nákvæmlega engin breyting á því.

Varist falsspámenn sem halda einhverju öðru fram.

Aðferðin til að afnema verðtryggingu er að gera einfalda breytingu á íslenskum lögum og frumvarp þess efnis hefur margoft verið lagt fram á Alþingi en ekki (enn) hlotið brautargengi.

Aðferðin til að lækka vexti er að lækka vexti, ekki gera eitthvað allt annað en það. Vextir eru ákvörðun og til að breyta þeim þarf einfaldlega að breyta þeim ákvörðunum. Ævaforn og langvarandi fordæmi eru fyrir því að í íslenskum lögum sé hámark á vöxtum sem má taka af húsnæðislánum. Sá tími sem ekkert slíkt hámark hefur verið í gildi er mun styttri en sá tími þegar slíkar takmarkanir voru í gildi. Sem fullvalda þjóð höfum við það í okkar eigin höndum að ákveða hvernig þessum málum sé háttað.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2025 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.3.): 105
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 2280
  • Frá upphafi: 1202621

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 2051
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband