Leita í fréttum mbl.is

Þetta var hræðilegt! – Hvað gerir ESB nú?

“Mette Frederikssen, forsætisráðherra Dana, er sögð leita eftir stuðningi frá Norðurlöndunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði á laugardag að hann hygðist leggja undir sig Grænland.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og Alexander Stubb Finnlandsforseti sóttu óformlegan kvöldverð Frederiksens í kvöld.”

Þannig hefst frétt Morgunblaðsins um fund sem Mette Fredirkssen bauð kollegum sínum í Noregi og Finnlandi til sunnudaginn 26. janúar. Ljóst er að staðan er alvarleg. Þar til Bretland gekk úr ESB var Grænland eina ríkið sem hafði áður gert það. Engu að síður verður Grænland að teljast á áhrifasvæði ESB og Norðurlandanna eins og fundurinn í Danmörku undirstrikar.

Mbl.is vitnar í umfjöllun Financial Times og viðtöl þar við evrópska ráðamenn. „Þetta var hræðilegt,“ segir einn þeirra við Financial Times. Annar áðamaður bætir við: „Þetta var köld sturta. Áður var erfitt að líta á þetta alvarlegum augum. En ég held að þetta sé alvarlegt, og hugsanlega afar hættulegt.“ Ljóst er að gerbreytt staða er nú uppi eftir embættistöku Donald Trump.

Það er ekki nóg að nota upprópanir í stöðu sem þessari. Spurningin er hvernig ætlar ESB að bregðast við þessum hótunum? Danmörk er jú eitt af bandalagsríkjunum til yfir 50 ára.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/01/26/danir_i_kroppum_dansi_trump_ekkert_ad_grinast/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hér kemur í ljós þakklætið fyrir að skríða fyrir Könum, eins og Danir hafa gert. Það breytir engu. 

Hér kemur í ljós hvað sjálfstæðið er dýrmætt, að gera samninga við sem flesta, ekki vera nýlenda.

Stuðningur við Dani í þessu máli er brandari. Móralskur stuðningur eða hvað? Hvað er hægt að komast langt á slíku? 

Hér er við stórveldi að etja. Valdamunurinn er svo gríðarlegur á milli Bandaríkjanna og Grænlands að Bandaríkin hafa yfirhöndina.

Rússar hafa sýnt fordæmið í ósvífni. Ósvífni er það sem peðin komast ekki upp með, aðeins risarnir.

Upp er að renna nýtt skeið í mannkynssögunni, þar sem risarnir virkilega láta til sín taka. Ameríka má naga sig í handabökin að hafa hjálpað Kína að eflast.

Norðurlöndin þurfa að hugsa þetta upp á nýtt. Sjálfstæði er ekki Natóaðild, heldur einhverskonar hlutleysi og að geta skipt um bandamenn eftir hentugleika.

Löndin í Evrópu verða aldrei jafnokar Bandaríkjanna héðan af. Þýzkaland var með öflugri her í seinni heimsstyrjöldinni, en með Pearl Harbor árásinni vaknaði risaafl Bandaríkjanna.

Friðarboðskapurinn er það eina sem getur komið á jafnvægi og jafnrétti, ef Evrópa er að sækjast eftir því. 

Það þýðir að leyfa litla Íslandi að taka þátt í friðarferlinu.

Að styðja Dani, Úkraínumenn og Grænlendinga þegar við svona andstæðinga er að etja, það ber takmarkaðan árangur.

Ingólfur Sigurðsson, 27.1.2025 kl. 17:18

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

"Grænland að teljast á áhrifasvæði ESB"
En Grænland er mun nær USA en Bretland sem þó valdi Brexit

Ef til vill komin tími á alvöru, varanlegt Greexit

Grímur Kjartansson, 27.1.2025 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sautján?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 347
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 2719
  • Frá upphafi: 1189089

Annað

  • Innlit í dag: 312
  • Innlit sl. viku: 2468
  • Gestir í dag: 294
  • IP-tölur í dag: 292

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband