Leita í fréttum mbl.is

Gömlu nýlenduveldin gabba mann og annan

Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar var í áhugaverðu viðtali á Útvarpi Sögu í gær (30.01.2025) þar sem m.a. var farið yfir stjórnarslit Miðflokksins og Verkamannaflokksins í Noregi.

Haraldur fór þar yfir hvernig ágreiningur um hinn svokallaða fjórða orkupakka Evrópusambandsins varð til að slíta samstarfinu. Norski Miðflokkurinn hefur tekið harða afstöðu gegn pakkanum sem hann telur hálfgert rothögg fyrir norskan iðnað. Trygve Slagsvold Vedum formaður norska Miðflokksins hefur látið hafa eftir sér að Norðmenn hafi látið gabba sig þegar sæstrengir voru lagðir til ESB landa í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Það var því von að hugtakið nýlenduveldi bæri á góma í samræðum Haraldar við þáttastjórnandann. ESB hefur botnlausa þörf fyrir orku til iðnaðar, húshitunar, ljósa o.s.frv. Um hábjarta sumarnóttina hér uppi undir Heimskautsbaug þarf að lýsa upp borgir Evrópu. Þetta hefur hækkað verð á orku, einnig í Noregi þar sem fólk hefur vart lengur efni á að hita hús sín.

Og hvaðan á þá öll orkan í þetta "gímald" að koma eftir að Þjóðverjar lokuðu kjarnorkuverum sínum. Jú það er altalað og sagt upphátt að gömlu nýlenduveldin í ESB horfi þar til grænnar orku frá Noregi og Íslandi. (Raunar er Svíar ekki par hressir heldur eins og áður hefur verið greint frá hér á Heimssýnar blogginu.) Heimsmynd valdhafa í þessum löndum virðist þannig snúast um að orka verði framleidd í öðrum löndum en þeirra eigin með vatni, vindi, sjávarföllum eða öðru sem tiltækt er. Þett má bara ekki gerast í bakgörðum heima hjá þeim þar sem hávært nauðið í vindmyllunum bergmálar í kristalsglösunum í glasahringlinu í Brussel og plastflísarnar af spöðunum á þeim setjast á kavíarinn á snittunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2178
  • Frá upphafi: 1202137

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1942
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband