Leita í fréttum mbl.is

Frumleg rök Sigmars

Þegar rök vantar, en þörf er á þeim til að koma einhverju máli áfram, verður útkoman stundum skrýtin. 

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að Alþingi þurfi að samþykkja forgang laga sem byggja á fyrirmælum frá Evropusambandinu, til að efla jafnræði.  Lögin heita "bókun 35".

Sé þörf á að efla jafnræði á einhverju sviði er Alþingi í lófa lagið að setja um það lög.  Rétta leiðin til þess er ekki að búa til nýja forgangsreglu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 

Þess utan felst enginn augljós skortur á jafnræði í því að á Íslandi gildi íslensk lög, fyrir alla sem þar eru, og að í ótilgreindu Evrópusambandsríki gildi Evrópulög eða lög ríkisins, fyrir alla sem þar eru.  

Hvað skyldi koma næst?  "Bókun fyrir betra veður"?  Það stuðlar að minnsta kosti. 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-02-04-hver-er-ad-fara-ad-borga-thetta-allt-saman-435010

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann hefur hugsanlega haft í huga það meginmarkmið EES samningsins sem kemur fram í 1. mgr. 1. gr. hans og hefur lagagildi á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum nr. 2/1993.

Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.

- "Sé þörf á að efla jafnræði á einhverju sviði er Alþingi í lófa lagið að setja um það lög."

Það er einmitt tilgangurinn með þessu. Alþingi setti þessi íslensku lög beinlínis með ofangreindum markmiðum.

- "Rétta leiðin til þess er ekki að búa til nýja forgangsreglu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum."

Jú, samkvæmt EES samningnum er það einmitt sú leið sem er mælt fyrir um til að ná ofangreindum markmiðum og forgangsreglan er ekki ný heldur hefur verið hluti samningsins frá upphafi. Það eina sem væri nýtt væri þá að fara betur eftir henni en hingað til. Það myndi ekki hafa neinar ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þvert á móti myndi það stórauka fyrirsjáanleika ef einstaklingar á Íslandi gætu haft vissu fyrir því að njóta þeirra réttinda sem þeim eiga að vera tryggð samkvæmt EES-samningnum í stað þess að þurfa sífellt að taka þátt í einhverju "Hæstaréttar-happdrætti" þar sem þeir geta átt á hættu sviptingu þeirra réttinda með ófyrirsjáanlegum hætti eins og hefur ítrekað gerst.

"Þess utan felst enginn augljós skortur á jafnræði í því að á Íslandi gildi íslensk lög, fyrir alla sem þar eru, og að í ótilgreindu Evrópusambandsríki gildi Evrópulög eða lög ríkisins, fyrir alla sem þar eru."

Þetta er reyndar raunveruleikinn eins og hann er. Á Íslandi gilda íslensk lög. Í hverju og einu Evrópusambandsríki gilda lög viðkomandi ríkis ásamt þeim sameiginlegu reglum sem hafa beina réttarverkan (aðeins innan ESB en engar slíkar reglur hafa beina réttarverkan í EES sem er meginmunurinn á þessu tvennu). Það er augljós skortur á jafnræði ef reglur sem falla undir EES og eiga að vera sambærilegar innan alls svæðisins, eru það ekki. Spyrjið bara læknanemann sem fékk ekki að njóta fullra réttinda í fæðingarorlofi til jafns við aðrar íslenskar mæður, einmitt vegna skorts á jafnræði í gildandi lögum á Íslandi. Spyrjið hana líka hvort það hefðu verið "ófyrirsjánlegar afleiðingar" ef það hefði verið búið að girða fyrir þennan skort á jafnræði með því að tryggja henni sama rétt og öðrum Íslendingum.

- "Bókun fyrir betra veður"

Það er samsæriskenning að menn geti breytt veðrinu. Lög og reglur eru aftur á móti mannanna verk og breytanleg sem slík.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2025 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 156
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 2233
  • Frá upphafi: 1210684

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 2010
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband