Leita í fréttum mbl.is

Þær eldast vel

Fyrir allnokkrum árum voru sögðu nokkrir fullveldissinnar frá afstöðu sinni til aðildar Íslands að Evróusambandinu.  Frásagnirnar voru teknar upp og settar á netið.

Þær eldast harla vel

 

https://www.youtube.com/watch?v=to5NBLmsEY8&t=504s


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver er afstaða Heimssýnar til EES samningsins?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2025 kl. 19:32

2 Smámynd:   Heimssýn

Vaxandi hópur fullveldissinna hefur miklar efasemdir um EES-samninginn og skapandi túlkun hans í þá átt að færa Evrópusambandinu meira vald.  Margir telja að best sé að stefna á víðtækan fríverslunarsamning í staðinn.  Heimssýn hefur ekki ályktað um uppsögn EES-samningsins, en Nei til EU í Noregu hefur gert það.  Hvar ert þú staddur í málinu?

Heimssýn, 8.2.2025 kl. 20:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef verið fylgjandi EES samningnum að mestu leyti hingað til, ekki síst vegna þeirrar öflugu neytendaverndar sem fylgir honum. Að því sögðu er þó ýmislegt annað við regluverkið sem mætti gera athugasemdir við og mér finnst íslensk stjórnvöld hafa verið allt of löt við að gæta hagsmuna okkar á þeim vettvangi. Ýmsar reglur sem falla undir samninginn eiga einfaldlega ekki við eða henta illa fyrir íslenskar aðstæður og þegar svo ber undir ættu íslensk stjórnvöld að nýta betur þær heimildir sem eru til staðar í samningnum til að gera fyrirvara um innleiðingu eða krefjast aðlögunar að íslenskum aðstæðum.

Ég er almennt mjög fylgjandi fríverslunarsamningum og í þeim efnum hefur EFTA samstarfið skilað okkur miklum árangri. Það sem EES samningurinn hefur umfram fríverslunarsamninga er að hann tryggir einstaklingum ýmis mikilvæg réttindi sem fríverslunarsamningar geta ekki gert. Til dæmis getur íslenski læknaneminn sem flutti frá Danmörku til Íslands til að fæða barn og fékk ekki nema lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, krafið íslenska ríkið um skaðabætur fyrir mismuninum á grundvelli samningsbrots. Slíkt væri ekki hægt á grundvelli neins fríverslunarsamnings. Þessi réttur sem EES samningurinn veitir er mjög mikilvægur fyrir Íslendinga vegna þess hversu algengt er að þeir fari til náms og starfa til lengri eða skemmri tíma í öðrum Evrópulöndum.

Aftur á móti er ég alfarið andvígur aðild að ESB enda myndi hún ekki samræmast íslensku stjórnarskránni.

Ég er þó ekki alveg sammála því að verið sé að nota EES samninginn til að færa ESB aukið vald yfir Íslandi, því þegar allt kemur til alls tryggir stjórnarskráin að ESB getur ekki hrifsað til sín neitt vald yfir Íslandi nema við leyfum það sjálf. Mér finnst vandamálið miklu frekar vera eins og fyrr segir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt þróun í þá átt of mikla linkind. Samningar eru tvíhliða og ef hægt er að tala um "skapandi túlkun" þarf hún ekki að vera einhliða, hvers vegna ættu íslensk stjórnvöld til dæmis ekki að viðhafa "skapandi túlkun" Íslandi í hag?

Einn af kostum EES samningsins er að ef síðar myndu málin þróast á þann veg að hann yrði okkur með öllu óbærilegur gætum við sagt honum upp án þess að þurfa að spyrja neinn leyfis.

Sem fullveldissinni finnst mér alltaf gott að hafa í huga að það er einmitt á grundvelli fullveldisréttar sem Ísland getur gert þjóðréttasamninga og líka sagt þeim upp ef svo ber undir. EES samningurinn er einmitt slíkur samningur. Þess vegna er ég líka alveg tilbúinn að skipta um skoðun á honum ef eitthvað breytist sem myndi gera aðild að honum óásættanlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2025 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.2.): 11
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 2761
  • Frá upphafi: 1194768

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2410
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband