Leita í fréttum mbl.is

Skrýtnasta málið og vonin um að Eyjólfur hressist

Bókun 35 er komin á fleygiferð á Alþingi.  Sagt er að mikið liggi á að samþykkja hana svo fullveldissinnaðir Sjálfstæðismenn, sem er allur þorri Sjálfstæðismanna, fari ekki að ræða málið á fyrirhuguðum landsfundi.

Í ljós kom í haust, að 72% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru andvíg bókun 35.   Það er því að vonum, og ánægjulegt, að Diljá Mist Einarsdóttir skuli segja að það sé best að láta málið eiga sig.  Vonandi tekst henni að sannfæra þingflokkinn um að það sé best.   

Meirihluti Íslendinga, sem afstöðu taka, er andvígur bókun 35 samkvæmt síðustu skoðanakönnun um málið.  Ákafamenn um framsal stjórnvalds til Evrópusambandsins tala í sífellu um að „þjóðin eigi að ráða“.  Alveg þangað til byrjað er að ræða bókun 35.  Þá er ekki lengur mikilvægt að þjóðin fái að ráða.

Sagt er að það þurfi að „bæta rétt“ manna í einhverjum málum með því að samþykkja bókun 35.  Ef Alþingi vill bæta rétt einhverja í einhverjum málum setur það lög þar að lútandi.  Það samþykkir ekki opið valdaframsal sem enginn veit hvaða afleiðingar mun hafa.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt þrumuræðu um bókun 35 á Alþingi 11. febrúar 2025.  Þar kom réttilega fram að í bókuninni fælist valdaframsal til Evrópusambandsins.   Þar kom líka fram að gögn sem tengjast málinu séu leyndarmál.  Já, leyndarmál!   Hvernig ætli verði rætt um slíkt í nefnd?  Með lokaðan munn?

Margir verða til þess að rifja upp að einn ráðherra Flokks fólksins útskýrði fyrir skömmu að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá lýðveldisins.  Sá hlýtur að hressast og muna skyldur alþingismanna við stjórnarskrána, ef til atkvæðagreiðslu kemur um bókunina.  Í leiðinni rifjast eflaust upp að yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna Flokks fólksins er andvígur bókun 35.  Er það ekki örugglega eitthvað meira en bara fólk flokksins?

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/07/fleiri_a_moti_bokun_35_en_med/

https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20250211T154602

https://utvarpsaga.is/eyjolfur-bokun-35-gengur-thvert-a-stjornarskra-islands/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 298
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 2964
  • Frá upphafi: 1252996

Annað

  • Innlit í dag: 261
  • Innlit sl. viku: 2684
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband