Leita í fréttum mbl.is

Er þetta nokkuð svo flókið?

Nú keppast margir við að skrifa umsagnir til Alþingis um bókun 35.  Alþingi vill fá þær fyrir næstu mánaðamót á umsagnir@althingi.is

Feitlagin umsögn mun koma frá Heimssýn, en þar til að því kemur sakar ekki að rifja upp síðustu umsögn Heimssýnar um bókun 35.  Hún eldist vel og er hér:

 

14.05.2023

Til Alþingis

Umsögn um frumvarp til laga um EES, nr. 890 (bókun 35)

Heiðraða Alþingi


Löggjafarvald á Íslandi er samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins í höndum Alþingis og forseta
sem eru kjörnir af fólkinu í landinu. Engu að síður hefur sá háttur verið á um nokkurt skeið
að lög sem samin hafa verið af erlendu ríkjasambandi hafa verið gerð að lögum á Íslandi, að
heita má umræðulaust. Er þá iðulega horft framhjá því hvort umrædd lög henti á Íslandi eða
hvaða kostnað þau hafi í för með sér. Þrátt fyrir að íslenska ríkið hafi samkvæmt samningi
fulla heimild til að hafna því að setja lög með þessum hætti virðist svo vera að aðilar innan stjórnkerfis landsins og sumir stjórnmálamenn telji að slík höfnun kalli á svo harðar aðgerðir af hálfu hins erlenda ríkjasambands að heimildin til að hafna löggjöf sé ekki til staðar í raun. Þetta er einkennileg staða og vandséð er að þetta fyrirkomulag standist stjórnarskrá. Vinnubrögðin sem hér er lýst eru hættuleg hagsmunum Íslendinga og ganga gegn
hugmyndum þorra fólks um lýðræði.

Frá því fyrrgreint fyrirkomulag tók gildi hefur hið erlenda ríkjasamband teygt arma sína inn á sífellt fleiri svið samfélagsins með ýmsum hætti. Má þar nefna löggjöf um orkumál, dóm um
innflutning á ófrosnu kjöti og hægfara eyðing á hinu tveggja stoða kerfi EFTA og
Evrópusambandsins. Svo mætti áfram telja. Allt það veldur því að núverandi fyrirkomulag
fjarlægist enn meira ramma stjórnarskrárinnar.

Nú liggur fyrir frumvarp sem hnykkir á forgangi laga sem eiga uppruna sinn í lögum frá
Evrópusambandinu og fjallar einnig um stjórnvaldstilskipanir af sama tagi. Hið síðarnefnda
er undarlegt og til þess fallið að auka flækjustig stjórnkerfisins. Hér er á ferðinni skref í átt að tilfærslu valds frá lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum á Íslandi til Evrópusamandsins sem erfitt er við að una.

Heimssýn telur að best sé að leggja fyrrgreinda bókun 35 til hliðar og hefjast þegar í stað
handa við að koma samskiptum Íslands við þær þjóðir sem eftir eru í Evrópusambandinu í
þann farveg að hagsmunir Íslendinga séu sem best tryggðir, án þess að fullveldi landsins sé
skert eða fargað.

Fyrir hönd Heimssýnar

Haraldur Ólafsson, formaður


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Má Alþingi ekki nota löggjafarvald sitt til þess að ákveða hvaða lög skuli gilda á Íslandi og innbyrðis samspil þeirra? Er eitthvað í stjórnarskrá sem bannar Alþingi að taka slíkar ákvarðanir? Mega fullvalda ríki ekki ákveða sína eigin löggjöf?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2025 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sjö?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.2.): 42
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 1962
  • Frá upphafi: 1198565

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1780
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband