Leita í fréttum mbl.is

"Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"

Leiðari Morgunblaðsins miðvikudaginn 19. mars greinir vel þau "villurök og hræðsluáróður" sem nú er haldið fram í umræðum um stöðuna í Evrópu. Vitnað er til málþings sem haldið var nýverið í Háskóla Íslands.

"Af þeirri umræðu mátti ráða að aðild að Evrópusambandinu gæti skipt sköpum um öryggi Íslands, þótt ekki létu allir ræðumenn að því liggja" segir m.a. í leiðaranum.

Síðan segir:

"Staðreyndin er sú að aðildin að Atlantshafsbandalaginu veitir bestu öryggistrygginguna. Evrópusambandið bætir þar engu við. Vissulega er skjálfti í mönnum. Yfirlýsingagleði Trumps getur vissulega verið ónotaleg og hefur valdið því að menn óttast jafnvel að Bandaríkjamenn snúi baki við NATO. Ólund Trumps helgast að mestu af því að honum finnst mörg hinna aðildarríkjanna í NATO ekki leggja sitt af mörkum og er hann ekki fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að vekja máls á því, þótt hann gangi fastar fram en forverar hans.

Þrjú ár eru liðin frá innrás Rússa í Úkraínu, en það er fyrst nú þegar Trump byrstir sig að umræðan um framlög til varnarmála hefur tekið við sér fyrir alvöru í Evrópu. Taki Evrópa við sér dregur úr líkum á því að Bandaríkjamenn dragi sig í hlé.

Búast má við því að á næstunni muni þær raddir gerast háværari og ágengari, sem segja að ganga þurfi í Evrópusambandið af öryggisástæðum líkt og gerðist í efnahagshruninu 2008. Þá hrundi krónan og horfur voru slæmar, en efnahagur Íslands tók hratt við sér einmitt vegna eigin myntar. Öðru máli gegndi til dæmis um Grikki. Evran var eins og myllusteinn um háls þeirra og má segja að enn súpi þeir seyðið af að hafa kastað drökmunni."

Óhætt mun að taka undir hvert orð hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 221
  • Sl. sólarhring: 284
  • Sl. viku: 1808
  • Frá upphafi: 1213894

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 1669
  • Gestir í dag: 186
  • IP-tölur í dag: 186

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband