Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?

Utanríkisráðuneytið birti 20. mars fréttatilkynningu þar sem því var haldið fram að íslenskir útflytjendur hefðu notið 33 milljarða króna tollfríðinda í fyrra, þar af 26,6 milljarða vegna EES-samningsins og tengdra viðskiptasamninga.

Í grein  sem Hjörtur J. Guðmundsson birti í kjölfarið á Vísi bendir hann réttilega á að þessi framsetning standist ekki. Meirihluti fríðindanna byggist ekki á EES-samningnum heldur á eldri fríverslunarsamningi Íslands við Evrópubandalagið frá 1972.

Sá samningur tryggði t.d. tollfrelsi fyrir ál og hluta sjávarafurða löngu áður en EES tók gildi. Íslendingar hafa aldrei notið fulls tollfrelsis á sjávarafurðum í gegnum EES, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnvalda.

Á meðan hefur ESB samið um slíkt við ríki eins og Kanada, Bretland og Japan – sem standa utan EES. Það eitt og sér ætti að draga úr þeirri hugmynd að EES-samningurinn tryggi „bestu mögulegu markaðsaðgang“.

Raunverulegur ávinningur af EES-samningnum umfram það sem áður hafði þegar verið tryggt er líklega í kringum fjóra milljarða króna. Það er ekki óverulegt, en langt frá þeim 26,6 milljörðum sem kynntir voru sem „tengdir EES“.

Slík framsetning er villandi og þjónar fyrst og fremst pólitískum tilgangi. EES-samningurinn á skilið málefnalega umræðu – ekki glansmyndir eða fegrunartilburði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 220
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 1807
  • Frá upphafi: 1213893

Annað

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 1668
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband