Leita í fréttum mbl.is

Bókun 35 - nokkur atriði sem Alþingi ætti að ræða

Bókun 35 er á leið til umræðu á Alþingi. 

Ótalmörgum spurningum er ósvarað.  Hvaða gildandi lög hefur bókunin áhrif á?  Hvers vegna skipti utanríkisráðuneyti skyndilega um skoðun í málinu?  Hvers vegna gekk bókun 35 gegn stjórnarskrá árið 1993 en ekki árið 2025? Hví líta sumir svo á að stjórnarskráin sé aukaatriði þegar kemur að fyrirmælum frá Frakklandi, Þýskalandi og þeirra fylgiríkjum?

Þessar spurningar og ótalmargar aðrar verða ugglaust til umræðu í sölum Alþingis á næstunni. 

Gæti verið að það væri best að leyfa bókun 35 að liggja áfram í því salti sem hún hefur verið í undanfarin 30 ár og snúa sér að þarfari verkum?

 

 

 

1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svæði gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls þorra fólks á Íslandi um lýðræði. Kerfið gengur út á að færa dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mæli til embættismanna erlends ríkjasambands.

2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér.

3. EES-samningurinn hefði að öllum líkindum aldrei verið samþykktur með bókun 35 innanborðs. Það eru mjög vond og óeðlileg vinnubrögð að koma valdaframsali í gegnum Alþingi með því að kippa framsalið í litla búta og þröngva þeim svo einum og einum í gegn.

4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvaða lög falla úr gildi? Það er vægast sagt óljóst Mun fyrirvari um sæstreng í lögum um orkumál verða að engu, svo dæmi sé tekið? Áður en Alþingi samþykkir bókun 35, standi vilji til þess, þarf að svara spurningum af þessu tagi.

5. Bókun 35 flækir stjórnkerfi Íslands. Það er dýrt og það gerir óinnvígðum enn erfiðara að átta sig á hvað gildir og hvað ekki.

6. Það er óljóst hver hin raunverulega ástæða er fyrir því að utanríkisráðuneytið leggur allt í einu svona mikla áherslu á að Alþingi samþykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í þá 3 áratugi sem EES hefur verið í gildi hefur ekki verið til teljandi vandræða og það er líka vandræðalaust að leyfa málinu að fara fyrir dóm, sé það vilji þeirra sem ráða í Brussel.

7. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur bókun 35, skv. skoðanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að mikilvægt sé að leyfa þjóðinni að ráða í svokölluðum Evrópumálum. Nú er ágætt tækifæri til þess.

 

https://www.visir.is/g/20252703654d/nokkur-atridi-i-orstuttu-mali-vardandi-bokun-35


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Hvaða gildandi lög hefur bókunin áhrif á?"

Svarið er einfalt og það er auðveldlega hægt að ráða af hinni fyrri af tveimur efnislegu setningum frumvarpstextans:

"Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað."

Þetta þýðir að verði frumvarpið samþykkt mun það hafa þau áhrif á öll lög sem eru ósamrýmanlegum öðrum lögum sem réttilega innleiða EES reglur að þau fyrrnefndu víkja fyrir þeim síðarnefndu.

Þannig yrði skýrt hvor lögin skuli gilda þegar slíkur árekstur kemur upp. Það myndi draga úr óvissu og styrkja þannig réttöryggi almennra borgara sem vilja reiða sig á þau réttindi sem EES samningurinn færir þeim, ásamt því að draga úr líkum á því að íslenska ríkið verði bótaskylt vegna ófulllnægjandi innleiðingar á EES reglum og þannig sparað ríkissjóði slík útgjöld.

"Hvers vegna gekk bókun 35 gegn stjórnarskrá árið 1993 en ekki árið 2025?"

Svarið er einfalt: Hún gerði það ekki þá frekar en nú, því hún er sérstaklega hönnuð til þess að gera það ekki, meðal annars er því slegið föstu í henni að með EES samningnum sé samningsaðilum ekki gert að framselja löggjafarvald til stofnana EES, einmitt svo að framkvæmdin samræmist stjórnarskránni. Þessi útfærsla var eina færa leiðin til að koma á sameiginlegum innri markaði sem samræmdist stjórnarskrám norrænu ríkjanna. Ekki vegna þess að neinum þætti stjórnarskrá vera aukaatriði heldur þvert á móti vegna þess að litið er á hana sem höfuðatriði.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2025 kl. 21:13

2 Smámynd:   Heimssýn

Þökk fyrir skrifin, Guðmundur.

1. Forgangurinn er ljós, en það er ekki ljóst hvaða gildandi lög, eða lagabálka forgangurinn hefur áhrif á. Hvaða gildi hefur bókunin t.d. fyrir margumræddan sæstrengsfyrirvara í tengslum við orkulagabálkinn?   Það er ósanngjörn framsetning á forgagnsreglunni að tengja hana við réttaröryggi almennra borgara, því hún á auðvitað við alla löggjöf, rétt og skyldur, borgara og ríkis, þar með talið skattborgara.  Þess utan má með nokkrum rétti segja að réttaröryggi minnki með auknu flækjustigi laga og réttar. 

2. Framkvæmdin á þessu öllu saman er það sem flestir mundu kalla framsal löggjafarvalds og bókunin festir hana í sessi.  Það er vandræðalítið að koma á sameiginlegum markaði án svona lögfræðilegra fimleika, leiðin heitir fríverslunarsamningur.  Sumir kalla hana víðtækan fríverslunarsamning. 

Heimssýn, 7.4.2025 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 249
  • Sl. viku: 1984
  • Frá upphafi: 1212708

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1758
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband