Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang

Undanfarið hefur verið reynt að blása lífi í umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í ljósi geópólitískrar spennu, orkuskipta og loftslagsmála telja sumir að ESB geti boðið skjól eða lausnir. En við verðum að spyrja: hvar liggja hagsmunir Íslands í raun og veru?

Auðlindir í okkar höndum
Ísland býr yfir einstökum auðlindum, fiskimiðum, hreinni orku og hæfu fólki. Innganga í ESB myndi þýða að reglur sambandsins tækju við af okkar eigin stefnu. Sameiginlegt kvótakerfi og miðlæg ákvarðanataka ógna því sjálfstæði sem hefur reynst okkur vel, bæði í sjávarútvegi og orkunýtingu.

Efnahagsleg sjálfstjórn og sveigjanleiki
Evran og Seðlabanki Evrópu hafa sniðið peningamálastefnu að stærstu hagkerfunum. Ísland, með sína sérstöðu, þarf að geta brugðist hratt við sveiflum í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og orkuverði. Við eigum ekki að lúta peningamálastefnu sem er í höndum erlendra stofnana.

Lýðræði, nálæg stjórnsýsla og ábyrgð
Eitt af hornsteinum sjálfstæðrar þjóðar er geta hennar til að móta sína eigin stefnu, í takt við vilja almennings. Ákvörðunartaka í ESB er oft fjarlæg og erfitt að hafa raunveruleg áhrif. Ísland getur tekið þátt í Evrópusamvinnu án þess að afhenda aðra lykla valdsins.

Reynslan sýnir að sjálfstæð ákvarðanataka hefur oft reynst Íslandi heilladrjúg.

Hvort sem horft er til viðbragða við efnahagskreppum, samninga um nýtingu auðlinda eða alþjóðaviðskipti, þá hefur það skipt sköpum að geta unnið á eigin forsendum. Skemmst er að minnast þess að þegar ríkisstjórn Trumps setti tolla á innflutning frá Evrópu, lá fyrir að Ísland, fyrir utan ESB, ætti von á hagstæðari kjörum en aðildarríki sambandsins. Annað dæmi er makríldeilan, þar sem Ísland stóð fast á á sínu, þvert á vilja ESB og annarra ríkja. Í báðum tilvikum naut Ísland þess að geta talað með eigin rödd og hagað stefnu sinni að eigin hagsmunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 84
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 1799
  • Frá upphafi: 1213459

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 1648
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband