Leita í fréttum mbl.is

Öryggismál og Brusselspuni

Í nýlegu viðtali við mbl.is lýsir forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir, heimsókn sinni til Brussel og segir frá áhuga forystumanna Evrópusambandsins á stöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Um fund sinn með Ursulu von der Leyen sagði hún:

"Við ræddum öryggis- og varnarmálin talsvert, stöðuna í Norður-Atlantshafinu og á norðurslóðum. Þau hafa mikinn áhuga og eru forvitin um hvað er að gerast þarna á okkar svæði. Þau spurðu mikið út í stöðu varnar- og öryggismála í landinu og hafa áhuga á því að heyra af því."

Þessi lýsing er á yfirborðinu kurteis. En hún vekur líka spurningu: hversu barnalegt er að halda að forystumenn ESB þurfi heimsókn íslensks forsætisráðherra til að fá upplýsingar um það sem gerist á norðurslóðum? Evrópusambandið rekur fjölmennt embættismannakerfi, sendiráð og greiningarstofnanir.

Aðildarríkin starfrækja öflugar leyniþjónustur og varnarkerfi. Svo ekki sé minnst á fjölmiðla, stofnanatengsl og beina aðgang að upplýsingum innan NATO. Raunveruleg spurning er: Af hverju var þessi "forvitni" dregin sérstaklega fram? Hvers vegna er verið að undirstrika áhuga ESB á norðurslóðum í miðri umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður?

Er verið að notaöÖryggi sem söluvöru fyrir inngöngu í ESB?
Það er erfitt að líta fram hjá því að umræða um öryggismál, sæstrengi og landhelgi er að verða hluti af orðræðunni um ESB-aðild Íslands. Á sama tíma og íslensk stjórnvöld halda því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan snúist aðeins um "framhald viðræðna", þá virðist í Brussel vera verið að senda önnur skilaboð: Ísland og ESB eigi sameiginlega framtíð líka í öryggismálum. En hér þarf að staldra við.

ESB er ekki hernaðarbandalag. Það kemur ekki í stað NATO. Það hefur hvorki samræmda varnargetu né hernaðarlega ábyrgð á ríkjum sínum. Að reyna að selja aðild að ESB með því að tala um að styrkja öryggissamstarf er því annaðhvort verið að tala af vanþekkingu eða af meðvituðum spuna til að spila á almenning. Hver er að blekkja hvern?

Björn Bjarnason benti nýverið réttilega á að þessi tvíræðni stjórnvalda að tala um ESB-aðild á annan veg heima og annan erlendis brjóti niður traust. Þegar ráðherrar lýsa því í alþjóðlegum miðlum að "lítið vanti upp á" til að Ísland geti gengið í sambandið, en segja svo innanlands að við séum aðeins að ræða hugsanlegt viðræðuferli, þá er þjóðinni ekki sýnd virðing sem hún á skilið.

Er það þá ekki lengur spurning um hvort stefnt sé að inngöngu í ESB? Hvernig væri þá að hætta að fara fram af hreinskilni, fremur en með spuna og "túlkanir" sem breytast eftir því hver viðmælandinn er. Ef öryggi Íslands er virkilega í húfi, þá eigum við ekki að ræða það í samhengi við Evrópusambandið. Við eigum að ræða það af alvöru, með raunsæi og án þess að nota það sem áróður fyrir pólitísk markmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 1429
  • Frá upphafi: 1214315

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1317
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband