Leita í fréttum mbl.is

Gleðilega páska á flekamótum

Upp er komið í fjölmiðlum eins konar kaffibollaspjall um hvort Ísland tengist Ameríku eða Evrópu og er þá jöfnum höndum horft til jarðfræði og mannlegs samfélags.

Það er ekki nýtt að stórveldi sækist eftir völdum og áhrifum í öðrum löndum.  Bandaríkin hafa lengi haft herstöð á Íslandi og það hefur í meginatriðum dugað þeim.   Evrópusambandið hefur stærra gin; það vill fá að ráða yfir auðlindum landsins.  Á sínu yfirráðasvæði vill það ráða hver veiðir fiskinn í sjónum, það vill fá að setja lög og dæma í orkumálum og nú síðast hefur það uppi áform um að ráða hvaða erlendir ferðamenn fái að koma í heimsókn og hvað þeir borgi sambandinu fyrir vegabréfsáritun.   

Íslendingar þurfa augljóslega að hafa varann á þegar kemur að samskiptum við Evrópusambandið, ekki síður en við önnur stórveldi heimsins.  Jafnframt er gott og rétt að rifja upp að Ísland er fyrir fólkið sem þar býr, ekki valdasækin erlend stórveldi.  Þau hafa öll ágætar sveitir sem duga fólkinu sem þar býr.

Að svo mæltu færir Heimssýn landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, bestu óskir um gleðilega páska

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sautján?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 145
  • Sl. sólarhring: 249
  • Sl. viku: 1533
  • Frá upphafi: 1214661

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 1392
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband