Leita í fréttum mbl.is

Svaraði Markús ekki?

Undarleg orðaskipti urðu 6.júní á Alþingi.

Fyrir liggur að Markús Sigurbjörnsson, fv. forseti hæstaréttar skrifaði fyrir nokkrum árum það sem ekki hefur verið túlkað öðruvísi en að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. 

Kl. 20:28 upplýsir Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður Miðflokksins að neitað hafi verið að óska eftir að Markús kæmi á fund nefndarinnar.   Örfáum mínútum síðar segir Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingar hið gagnstæða, að Markúsi hafi verið boðið. 

Ef Ingibjörg hefur rétt fyrir sér, hvers vegna mátti ekki bjóða Markúsi á fund nefndarinnar? Vilja Alþingismenn ekki hlýða á sjónarmið fv. forseta hæstaréttar um hvort eða hvers vegna frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gangi gegn stjórnarskrá?  

Ef Dagbjört hefur rétt fyrir sér vaknar upp spurningin hvers vegna Markús kom ekki fyrir nefndina. Svaraði hann hvorki tölvupósti né síma? 

Umræðan á Alþingi:

https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20250606T203641

Umfjöllun Hjartar J. Guðmundssonar um þetta sama mál:

https://www.stjornmalin.is/?p=18671

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er ekki nóg að lesa afstöðuna í grein hans í afmælisriti EFTA-dómstólsins frá 2014? Þegar rökstuðningurinn fyrir þeirri afstöðu er grannt skoðaður má lesa á milli línanna að hann virðist vilja verja "vald" dómara til að túlka og ákveða hvaða lögum eða jafnvel óskráðum reglum úr hugskotum dómara sé beitt í hverju tilviki eins og hann hefur sjálfur gert af geðþótta og jafnvel í andstöðu við fræðin, íslenskum neytendum í óhag. Það ætti því varla að koma á óvart að honum líki ekki skýrari reglur um hvenær hvaða lög skuli gilda sem myndi létta túlkunarþokunni og þrengja að svigrúmi dómara til að útdeila óréttlæti eftir eigin höfði.

Samkvæmt 61. gr. stjórnarskrár skulu dómarar í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum, sem eingöngu Alþingi má setja samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár. Aftur á móti er engin heimild í stjórnarskrá fyrir dómara að taka fram fyrir hendur Alþingis og taka sér löggjafarvald. Allir sem hafa áhyggjur af því að eitthvað kunni að brjóta gegn stjórnarskrá eða hættu á einhvers konar valdaránum ættu að velta þessu alvarlega fyrir sér, frekar en að láta leiða sig á villigötur um eitthvað annað.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2025 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 167
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 1810
  • Frá upphafi: 1241836

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 1641
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband