Leita í fréttum mbl.is

Ursula tekur sér dagskrárvald

Það var engin tilviljun að Ursula von der Leyen kom til Íslands í sömu viku og ríkisstjórnin undirritaði viljayfirlýsingu við Evrópusambandið. Það var heldur engin tilviljun að hún endurtók þá fullyrðingu að aðildarumsókn Íslands væri enn gildi. Þetta var meðvituð yfirlýsing, og með henni tekur framkvæmdastjórn ESB sér dagskrárvald í íslenskri pólítík.

En hvernig stendur á því að umsókn sem íslensk stjórnvöld lýstu lokinni árið 2015, með bréfi sem Evrópusambandið tok sjálft þátt í að semja, skuli enn talin í gildi? Hjörtur J. Guðmundsson rifjar upp í grein á visir.is, „Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur“ að tilgangur bréfs Gunnars Braga, þáverandi utanríkisráðherra, var einmitt sá að draga umsóknina til baka. Um þat ríkti skýr samstaða þeirra sem að málinu komu.

Fljótlega snerist þetta þó við. Embættismenn sambandsins neituðu því síðar að bréfið hefði haft þau áhrif sem að var stefnt. Þetta var pólítísk túlkun, ekki formsatriði. ESB kaus einfaldlega að virða ekki yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda.

Í alþingiskosningunum 2013 var ríkisstjórn þeirra flokka sem höfðu aðild að ESB á sinni dagskrá skipt út. Ný ríkisstjórn lýsti því yfir að hún hygðist ekki halda umsókninni til streitu og brást við með því að tilkynna þat formlega til Brussel. Að halda því nú fram að Ísland sé enn umsóknarríki gengur því bæði gegn pólítískum veruleika þess tíma og formlegri ákvörðun rétt kjörinnar ríkisstjórnar.

Í ljósi þessa er serkennilegt að sjá núverandi ríkisstjórn, með utanríkisráðherra í broddi fylkingar, ganga að því sem vísu að Ísland sé enn í umsóknarferli. Þjóðin á nú að kjósa um að halda áfram viðræðum sem framkvæmdastjórn ESB virðist telja að aldrei hafa verid stöðvaðar. Með þessu hefur framkvæmdastjóri ESB, án nokkurs lýðræðislegs umboðs á Íslandi, tekið sér dagskrárvald í innlendri pólítík og hundsar þar með skýran vilja ríkisstjórnar Íslands eins og hann birtist árið 2015.

ESB aðild var ekki á dagskrá í síðustu alþingiskosningum og engin ný ákvörðun hefur verid tekin á Alþingi um endurvakningu umsóknarinnar.

Hver ræður eiginlega förinni núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður ekkert til að kjósa um því stjórnarskráin leyfir ekki aðild Íslands að ESB.

Auk þess erum við búin að kjósa tvisvar og hafna með afgerandi og bindandi hætti órjúfanlegum hluta ESB aðildar: ríkisábyrgð á innstæðutryggingum. Þessar atkvæðagreiðslur fóru fram samkvæmt stjórnarskrá.

Við unnum svo mál um þetta fyrir EFTA dómstólnum gegn meðal annars framkvæmdastjórn ESB. Allar götur síðan hefur hún virt þann dóm að vettugi og þrátt fyrir allt krafið aðildarríki um ríkisábyrgð á innstæðutryggingum.

Tilraunir til að þröngva ríkisábyrgð á innstæðutryggingum inn í EES samninginn (DGS III) hafa líka verið stoppaðar af fulltrúum Íslands í sameiginlegu EES-nefndinni (sem sannar að þar er hægt að beita neitunarvaldi).

Þar sem Ísland getur ekki og má ekki taka upp ríkisábyrgð á innstæðutryggingum er það eitt og sér nóg til að útiloka aðild Íslands að ESB. Við börðumst því ekki til einskis fyrir sigri í því máli eins og frægt varð um alla Evrópu.

Kjósendur hafa tjáð afstöðu sína. Tvisvar. Bindandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2025 kl. 16:34

2 identicon

Alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB. Ríkisstjórnir, einstakir ráðherrar. skrifstofustjórar, málarar eða múrarar hafa ekkert vald til að draga þá umsókn Alþingis til baka. Alþingi eitt getur gert það. Það er ekki formsatriði. Umsókn Alþingis er í fullu gildi og bréf frá einhverjum öðrum breytir því ekki.

Til þess að til aðildar komi þarf ýmsu að breyta. Það væri verk Alþingis og þjóðarinnar að gera þær breytingar þegar þeirra yrði þörf. Engin þeirra breytinga er óframkvæmanleg standi vilji þings og þjóðar til þess að gera þær breytingar.

Þá vakna spurningar. Á að kæfa málið án þess að þing og þjóð fái nokkru um ráðið? Eiga einhverjir aðrir en Alþingi og þjóðin að ráða? Er einhver ástæða til þess að vilja ekki að þjóðin kjósi um framhaldið?

Glúmm (IP-tala skráð) 19.7.2025 kl. 20:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Glúmm.

Hvorki Alþingi né ríkisstjórn höfðu heimild til að sækja um aðild að ESB þar sem stjórnarskráin leyfir það ekki.

Ef þjóðin á að ráða þá er hún búin að kjósa tvisvar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslum og hafna með afgerandi hætti órjúfanlegum hluta ESB aðildar. Það útilokar þar með líka ESB aðild og sá vilji kjósenda hefur legið fyrir í rúmlega 14 ár.

Þetta er löngu dautt mál sem þarf ekkert að ræða neitt frekar.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2025 kl. 21:00

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er einungis hægt að lýsa ESB sem svartholi

ESB er gríðarlegur massi sem sveigir tímarúmið út í hið óendanlega

Grímur Kjartansson, 19.7.2025 kl. 21:13

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já og getur kollvarpað náttúrulögmálum raunveruleikans...

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2025 kl. 23:56

6 identicon

Það er ekkert í stjórnarskránni sem bannar umsóknir. Og ekkert sem bannar fólki að berjast fyrir, bera fram eða kjósa um eitthvað sem mundi kalla á stjórnarskrárbreytingar til að raungerast. Barátta fyrir breytingum eða réttindum hefst ekki á því að stjórnarskránni sé breytt. Baráttan, kosningarnar, skoðanakannanirnar, umsóknirnar o.s.frv. eru undanfari stjórnarskrárbreytinganna, sama hvert baráttumálið er.

Stjórnarskráin er verkfæri sem lagar sig að þörfum og vilja þjóðarinnar en ekki fjötur sem bindur hana við eitthvað sem hún ekki vill. Vilji þjóðin breytingu, sama hver breytingin er, þá stöðvar stjórnarskráin það ekki.

Glúmm (IP-tala skráð) 20.7.2025 kl. 01:21

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er markleysa að sækja um eitthvað sem er ekki heimilt.

Sérhver nýr þingmaður vinna drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 47. gr. hennar. Sama gildir um embættismenn t.d. utanþingsráðherra skv. 2. mgr. 20 gr. Hafandi gert það má þingmaður  eða ráðherraekki aðhafast neitt í störfum sínum sem brýtur gegn því drengskaparheiti enda væri hann þá brotlegur við stjórnarskránna. Þess vegna er þingmönnum beinlínis óheimilt að vinna að því að gera Ísland að aðildarríki ESB með framsali löggjafarvalds sem bryti í bága við 2. gr. stjórnarskrár.

Glúmm. Þú talar um stjórnarskrárbreytingar eins og eitthvað léttvægt en lítur algjörlega framhjá því að þau einu sem geta gert þær eru bundin drengskaparheiti við stjórnarskrá og mega því hvorki afnema hana, kollvarpa henni, né kippa grundvellinum undan stjórnskipan ríkisins sem byggist á henni. Þess vegna mega þau ekki gera hvað sem þeim sýnist við stjórnarskránna heldur verða að umgangast hana af drengskap og mega því aðeins gera breytingar á henni til hins betra en alls ekki á neinn hátt sem vegur að sessi hennar sem æðstu réttarheimild íslenskra laga. Þetta útilokar stjórnarskrárbreytingar í þeim tilgangi að troða Íslandi inn í ESB eins og þú talar um af uggvænlegri léttúð.

Dregnskaparheit að stjórnarskrá er ekki léttvægt.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2025 kl. 16:22

8 identicon

Guðmundur, allar stjórnarskrárbreytingar, eins þær sem mundu vega að sessi hennar sem æðstu réttarheimild íslenskra laga, eru metnar til hins betra af þeim sem þær bera fram og því ekki um neitt brot á drengskaparheiti að ræða. Drengskaparheit að stjórnarskrá eru ekki fjötrar sem koma í veg fyrir það sem þjóðin vill. Vilji þjóðin breytingu, sama hver breytingin er, þá stöðva heitstrengingar stjórnmálamanna það ekki.

Allar breytingar má gera á stjórnarskránni, hún undanskilur enga breytingu. það stendur hvergi, x, x, xx og xx greinum má ekki breyta, þó lítið mál hefði verið að setja það inn ef vilji hefði staðið til þess. Og það stendur hvergi engu má breyta nema Guðmundur Ásgeirsson telji það til hins betra.

Ég efast um að nokkur breyting hafi verið gerð á stjórnarskránni þar sem allir voru 100% sammála um að væri til hins betra. Stjórnarskráin sjálf fékk ekki einu sinni 100% stuðning og því einhverjir sem töldu hana ekki vera til hins betra. Algert afnám hennar hefur einnig frá upphafi verið möguleiki, enda sögð sett til bráðabirgða.

Rök þín eiga sér ekki staf í stjórnarskránni, stjórnarskráin er þvert á móti áberandi laus við allt það sem þú telur að geri umsókn óheimila, og því er ekki neitt sem bannar aðildarumsókn, baráttu fyrir aðild, kosningu um aðild og breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að gera þá aðild mögulega, sé það vilji þings og þjóðar.

Glúmm (IP-tala skráð) 20.7.2025 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 553
  • Sl. sólarhring: 670
  • Sl. viku: 2947
  • Frá upphafi: 1246940

Annað

  • Innlit í dag: 489
  • Innlit sl. viku: 2665
  • Gestir í dag: 462
  • IP-tölur í dag: 451

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband