Leita í fréttum mbl.is

Með öðrum orðum: Aðlögun!

Heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB í síðustu viku, virðist leynt og ljóst vera liður í því að færa Ísland í átt að aðildarferli að sambandinu. Þetta er þó vitaskuld hvergi sagt. Í orðum og yfirlýsingum er þess í stað sífellt vísað til "samstarfs", "viljayfirlýsinga" og talað um "sameiginlegra framtíðarsýn".

Sú spurning vaknar því hvort hér sé farið af stað einhvers konar "aðlögunarsamstarf". Þegar utanríkisráðherra bregst svo við gagnrýni með því að kalla hana heimóttarskap er hún ekki að taka á efnisatriðum heldur leitast við að setja neikvæðan merkimiða á gagnrýnendur sína. Þannig reynir hún að beina umræðunni frá kjarna málsins í dóm yfir þann sem tjáir sig.

Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði. Í stað þess að færa rök fyrir pólitískum breytingum, er stundum farin sú leið að breyta einfaldlega orðræðunni sjálfri. Merking hugtaka er færð til en stefna og ákvarðanir haldast óbreyttar undir yfirborðinu.

Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp orð franska heimspekingsins Michel Foucault, sem rannsakaði tengsl tungumáls, valds og þekkingar. Hann rammaði þetta inn með eftirfarandi hætti: "Það eru ekki menn sem stjórna, heldur orðræðan sjálf."
Með því átti hann við að vald birtist ekki aðeins í skipunum eða lagasetningu, heldur líka í því hvernig við tölum um hluti, hvaða orð eru notuð, hver fær að skilgreina umræðuna og hvaða merking orðanna verður "sú rétta".

Þegar ráðherrar segja að ekkert sé verið að gera nema "styrkja samstarf", á sama tíma og gerðir eru nýjir samningar um mál sem heyra ekki undir EES-samninginn, þá er ekki bara verið að taka skref í átt til aðildar, heldur einnig verið að breyta því hvernig slík skref eru tekin og túlkuð. Þetta er orðræðustjórnun en ekki tilviljanir.

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis í dag snýst því ekki aðeins um efnisatriði þessara viðræðna og samninga, heldur líka um þessa nýju pólitísku tækni, það er að færa umræðuna yfir á nýtt svið þar sem ekki má lengur segja "aðildarferli" aðeins "framtíðarsýn" og "samráð".
Er ekki tímabært að spyrja: Hvert á þessi orðræða að leiða?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 323
  • Sl. sólarhring: 457
  • Sl. viku: 2669
  • Frá upphafi: 1238500

Annað

  • Innlit í dag: 285
  • Innlit sl. viku: 2374
  • Gestir í dag: 258
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband