Leita í fréttum mbl.is

Merkimiðapólitík Viðreisnar grefur undan lýðræðislegri umræðu

Undanfarið hefur gagnrýni á umræðu um Evrópusambandsaðild Íslands í auknum mæli verið mætt með merkimiðum í stað málefnalegrar umræðu. Þeim sem spyrja krefjandi spurninga eða vara við þróun mála er ekki mætt með rökum heldur eru þeir útmálaðir sem heimóttarlegir, hræddir eða fastir í gamla tímanum.

Í viðtali við hlaðvarp Eyjunnar, sem DV greindi frá í gær, lét Sigmar Guðmundsson, alþingismaður Viðreisnar, að því liggja að þeir sem gagnrýna umræðuna um Evrópusambandsaðild geri það vegna þess að þeir hafi ekki áttað sig á því að tímarnir hafi breyst og að umræðan þurfi að færast á annan grundvöll.

Með öðrum orðum: Þau sem gagnrýna umræðuna um Evrópusambandsaðild gera það ekki á málefnalegum grundvelli, heldur vegna skorts á aðlögun að nýjum tímum!

Svipuð aðferð kom fram í orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur nýverið, þegar hún vísaði til andstæðinga sinna sem með orðunum nöldur og tilfinningasemi. Með þessum aðferðum er athyglinni vísvitandi beint frá málinu sjálfu yfir á persónuleg einkenni þeirra sem tjá sig og því haldið fram að gagnrýnin sé sjálf merki um veikleika.

Þegar utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliðar beita þessum aðferðum væri eðlilegt að forsætisráðherra stigi fram. En Kristrún Frostadóttir kýs þögnina. Hún leyfir orðræðunni að þróast í þessa átt, í stað þess að taka afstöðu, verja lýðræðislega umræðuhefð og kalla eftir málefnalegri nálgun.

Forsætisráðherra ber að tryggja að umræða um jafnþýðingarmikil mál og mögulega aðild að Evrópusambandinu byggist á ábyrgð og virðingu fyrir lýðræðislegri umræðu. Þegar hún hvorki mótar stefnu né bregst við orðræðu ráðherra sinna, þá ber hún meðábyrgð í þögn sinni.

Spurningin er ekki hvort tímarnir hafi breyst, heldur hvort tiltekin stefna sé æskileg. Og þá á að fjalla um hana af heiðarleika, ekki með því að merkja gagnrýni sem vandamál í sjálfu sér. Aðeins þannig verður mögulegt að taka upplýsta og heiðarlega umræðu um stór mál.

Bandaríski fræðimaðurinn Cass Sunstein hefur bent á að það grafi undan lýðræðislegri umræðu þegar pólitískir aðilar merkja andstæðinga með orðræðu sem dregur úr trúverðugleika þeirra í stað þess að svara efnislega. Slík framganga veikir bæði umræðu og ákvarðanatöku og getur leitt til þess að mikilvægar raddir og gagnrýni gleymist í hávaðanum, (sem er ef til vill ætlunin?). Samkvæmt Sunstein byggist lýðræðisleg samræðuhefð ekki aðeins á því sem sagt er, heldur einnig á því hvernig umræðan fer fram, í hvaða tilgangi og við hvaða aðstæður. Þar með verður ábyrgð leiðtoga á opinberri orðræðu bæði siðferðileg og pólitísk. Aðeins þannig getur umræðan orðið nægilega skýr, heiðarleg og upplýst ef meint þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-aðild á að hafa raunverulegt lýðræðislegt gildi.

(1) Hugtakið merkimiðapólitík er íslenskun á enska hugtakinu labelling eða labelling as political strategy. Það vísar til þeirrar aðferðar að setja einfaldan, gjarnan neikvæðan stimpil á andstæðing í stað þess að takast á við rök hans. Slíkar aðferðir eru gagnrýndar í lýðræðiskenningum, meðal annars hjá Cass Sunstein, fyrir að grafa undan málefnalegri umræðu og draga úr getu lýðræðisins til að takast á við flókin pólitísk álitamál.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tólf?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 204
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 1238792

Annað

  • Innlit í dag: 174
  • Innlit sl. viku: 2177
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband