Leita í fréttum mbl.is

Flugbraut handa Von der Leyen


Evrópuþjóðir hafa lengi horft til Íslands sem lykillands í norðri. Áhugi þeirra birtist nú í gegnum Evrópusambandið, sem vill tryggja sér ítök á norðurslóðum. Í því samhengi lítur það til Íslands. Ekki sem lítils ríkis sem sækir um aðild, heldur sem flugbrautar til norðurs: lykillands á mörkum Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins.

Hagsmunakort Evrópusambandsins

Öllum er ljóst að þegar siglingaleiðir um Norður-Íshafið styttast til Asíu, eykst mikilvægi Íslands sem brúar milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þegar kemur að öryggis- og varnarmálum í norðri, gegnir landfræðileg staða Íslands lykilstöðu fyrir aðgerðir, viðveru og áhrif. Og þegar ESB þarf orku, hráefni og flutningsleiðir sem liggja ekki í gegnum pólitísk óróa svæði, þá skiptir Ísland með sína lögsögu og auðlindir meira máli en margur vill viðurkenna.
Séð í þessu ljósi snýst áhugi ESB á því að halda „umsókn Íslands“ lifandi ekki um lýðræðislegan vilja íslensku þjóðarinnar heldur um áhrif. Ísland er þar ekki þátttakandi í viðræðum heldur hluti af stærri heildarsýn, þar sem hagsmunir annarra ráða för.

Hvað stendur til?

Að öllu jöfnu koma aðilar að viðræðum um samskipti þjóða fram á jafningjagrunni. En þegar Brussel er farið að segja okkur til um hvort tiltekið ferli hafi verið stöðvað eða ekki, er hlutunum snúið á hvolf og íslenskir hagsmunir settir til hliðar. Þetta var aldrei né verður neitt samtal.

Styrkleiki ESB er hins vegar augljós. Þar á bæ hafa menn lært landafræði og gera sér grein fyrir því hvar þarf að tryggja áhrif til framtíðar. Kannski snýst þetta bara um staðsetningu. Og kannski ætti þjóð sem á sjálfa sig að gera sér grein fyrir því, áður en hún lætur „kaupa sig“ inn á flugstjórnarsvæði sem hún fær hvorki að stjórna né koma með eigin hagsmuni að borðinu.

Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt kannske mest um GPS punkta og landafræði.

Við erum ekki að tala um framtíðarsýn Íslands, heldur hvernig Ísland smellpassar á hagsmunakort annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessi mjög svo rökrétta færsla ykkar íslensku föðurlandsvina, rennir styrkum stoðum undir þá skoðun mína, að sterkasta útspil Íslands væri að horfa til framtíðar og byrja þá vegferð á að ganga í hóp þeirra ríkja, sem sækja um aðild að BRICS sambandinu.

Það skref eitt og sér myndi styrkja alla samningsstöðu okkar, en í takt við þróunn heimsmála, þá kæmu auðvitað til greina að segja sig úr NATO, Schengen og jafnvel EES í framhaldinu, en það myndi tíminn auðvitað leiða í ljós.

Jónatan Karlsson, 24.7.2025 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimm?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 309
  • Sl. sólarhring: 408
  • Sl. viku: 2392
  • Frá upphafi: 1239737

Annað

  • Innlit í dag: 282
  • Innlit sl. viku: 2126
  • Gestir í dag: 276
  • IP-tölur í dag: 272

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband