Leita í fréttum mbl.is

Gulli neglir

Ástæða er til að vekja athygli lesenda á viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við Guðlaug Þór Þórðarson á Útvarpi sögu.

Guðlaugur Þór fer yfir nokkur mikilvæg atriði sem hvert um sig ætti að duga til að allar hugmyndir um innlimun Íslands í Evrópusambandið hyrfu úr umræðunni.  Guðlaugur Þór segir, sem er, að Evrópusambandið sé í raun samband embættis- og stjórnmálamanna.  Það skýrir líklega að miklu leyti hversu vinsælt sambandið hjá þeim sömu stéttum, en óvinsælt meðal almennings.  Almenningur borgar nefnilega. 

Eftir sem áður er stærsta atriðið líklega að aðild að Evrópusambandinu er stórfelld tilfærsla á valdi frá kjörnum fulltrúum til embættismanna í útlöndum sem þurfa ekki að útskýra neitt fyrir kjósendum, því embættismennirnir verða ekki kosnir burt. 

https://utvarpsaga.is/gudlaugur-thor-loford-um-betri-efnahag-innan-esb-byggist-a-blekkingum/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Gulli neglir ekki neitt.

Það er löngu ljóst að Heimssýn er samtök kverúlanta, sem til dæmis telja það í góðu lagi að eitt Evrópuríki ráðist á annað, og til að bíta höfuð af skömminni, þá tekur þessi síða, sem átti að endurspegla sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar gagnvart landsölufólki Evrópusambandsins, beina afstöðu með voðaverkum Pútíns, og árásarstefnu hans gagnvart öðrum sjálfstæðum ríkjum Evrópu.

Aumara getur ekkert orðið, en Jú, þegar menn upphefja landsölufólk eins og Gulla greyið, einu af stóru skýringu þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins er við núllið.

Beinn seljandi lands og orkuhagsmuni í gegnum í Orkupakka eitthvað.

Svívirða ykkar, landsölufólksins sem hefur tekið yfir Heimssýn, er að láta eins og það sé einhver eðlismunur á landsölunni í gegnum samþykkt bókun 35, afsal íslenskrar löggjafar til Brussel, og þess að Þorgerður Katrín vilji fá bein aðild.

Þar upphefjið þið Gulla, og málamyndaandóf hans, og fordæmið Þorgerði, sem þó talar ekki tveimur tungum.

Eins og það sem er aumast, sé aðeins verkefni fyrir ykkur að verða aumara.

Svo eruð þið hissa að á þessum örlagatímum, þá skulið þið, og þeir pistlar sem þið vitnið í, ná engri athygli, eins og öllum sé sama um landsöluna.

En það er ekki öllum sama, reyndar stór hluti þjóðarinnar er á móti henni.

Þið einfaldlega náið ekki til heiðarlegs fólks.

Skrýtið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.7.2025 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 60
  • Sl. sólarhring: 776
  • Sl. viku: 3232
  • Frá upphafi: 1247890

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2870
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband