Leita í fréttum mbl.is

Þar sem hann er kvaldastur

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.  Fátt á betur við um Evróputrúboðið þessa dagana.

Ljóst er að ef Ísland væri enn hreppur í Danaveldi, og þar með Evrópusambandinu, hefði alþýða landsins fengið að borga Icesave upp í topp og varla fengið mikið meira en eina soðningu af makríl.  Raunar væri landhelgi Íslands hluti af landhelgi Evrópusambandsins og óvíst hversu marga sporða Íslendingar fengju af afla af Íslandsmiðum. 

Það eru nefnilega ríki í Evrópusambandinu sem hafa mörg hundruð ára veiðireynslu við Ísland og það eru ríkin sem ráða sambandinu.

Það gerist reglulega að í brýnu slær milli Íslands og Evrópusambandsins, eða einstakra ríkja innan sambandsins.  Þá hefur ævinlega reynst Íslendingum vel að vera ekki undir erlent stjórnvald settir.

 https://www.stjornmalin.is/?p=11566

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftir óvinveittan yfirgang ESB við Ísland í Icesave málinu (sem vel að merkja að er alls ekki endanlega lokið) er með ólíkindum að enn sé einhver fjöldi Íslendinga fylgjandi ESB-aðild. Þetta fólk virðist ekki skilja (eða hunsar) þá staðreynd að við erum búin að kjósa tvisvar og höfnuðum í bæði skiptin með bindandi hætti því sem Evrópusambandið hefur eftir það gert að órjúfanlegu skilyrði aðildar: ríkisábyrgð á innstæðutryggingum.

Forsvarsfólk ESB talar nú tungum tveimur og lætur sem Ísland sé velkomið í sambandið en sleppir því að minnast á þetta eitraða skilyrði aðildar og þá staðreynd að sambandið ákvað sjálft að setja það skilyrði og raunverulega útiloka þannig aðild Íslands með lagalega bindandi hætti. Því miður er enn nokkur fjöldi Íslendinga sem lætur blekkjast af þessum lygavef.

Baráttunni gegn ríkisábyrgð er alls ekki lokið. Í rúman áratug hefur ESB reynt að þröngva ríkisábyrgð innstæðutrygginga inn í EES-samninginn. Fulltrúar Íslands á vettvangi EES hafa sem betur beitt samningsbundnu neitunarvaldi okkar gegn þeim yfirgangi. Samt er málið alls ekki úr sögunni því umrædd tilskipun (DGS III) hangir enn á biðlista þeirra mála sem ESB vill koma inn í EES-samninginn en hafa ekki verið tekin upp.

Þegar rætt er um hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um "viðræður" um aðild Íslands að ESB þarf að halda því til haga að við erum búin að kjósa tvisvar og sögðum í bæði skiptin NEI. Stjórnvöld hafa enga heimild til að virða það að vettugi.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2025 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 19
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 2517
  • Frá upphafi: 1250347

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 2302
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband