Leita í fréttum mbl.is

Samstarf á forsendum ESB er sjálf afþakkað

Frá Icesave til kísiljárnstolla: Hvernig Evrópusambandið beitir smáríki þrýstingi

Þótt Evrópusambandið tali um samráð og samstöðu, upplifa smáríki oftar en ekki allt annað í samskiptum sínum við sambandið. Þrýstingur kemur í stað samtals, og hótanir leysa af hólmi það sem kallað er "samvinna". Ísland þekkir þetta, bæði innan og utan formlegra samskipta.

Fullveldi sem hindrun
Síðustu áratugi hefur ESB beitt Íslandi þrýstingi í stórum málum: Icesave var eitt, makríldeilan annað og nýjasta dæmið núna er tollahótun vegna meintrar markaðsstöðu íslensks kísiljárns. Þar telur ESB sig þurfa að verja evrópskan markað gegn áhrifum frá fyrirtæki sem starfar innan 400.000 manna hagkerfis. Þetta er afhjúpandi. Þótt Ísland framleiði aðeins brot af heimsframleiðslu kísiljárns, er beitt verndarráðstöfunum gegn landinu líkt og við séum ógnun við efnahagslegt stórveldi.

Í öllum tilvikum hefur það verið fullveldi Íslands sem staðið í vegi fyrir "lausninni".

Óþægt smáríki sem kann ekki að þegja
ESB telur sig hafa rétt til að stýra en smáríki sem kunna að standa á rétti sínum eru óþæg. Það sýndi sig vel þegar þjóðin hafnaði Icesave-samningunum og EFTA-dómstóllinn staðfesti að við bærum enga ábyrgð. Það hefur einnig sýnt sig í makríldeilunni: ESB viðurkennir ekki að við eigum rétt á þeim fiskistofni sem hefur árum saman gengið inn í lögsögu okkar.

Í báðum málum voru hótanir, útilokanir og skilyrði í forgrunni alls ekki lausnamiðuð samvinna.

"Hefur ítrekað hótað okkur áður"
Eins og Hjörtur J. Guðmundsson bendir á í grein sinni "Hefur ítrekað hótað okkur áður" frá 2. ágúst sl., þá er þessi nýjasta hótun hluti af mynstri. Evrópusambandið hefur hótað Íslandi líklega oftar og harðar en nokkur önnur alþjóðastofnun eða ríki. Við höfum svarað með lýðræði, sjálfstæði og vörn hagsmuna okkar.

Við höfum valið að standa á rétti okkar áður og eigum að halda því áfram, í krafti fullveldis okkar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sex?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 94
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 1578
  • Frá upphafi: 1242471

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 1405
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband