Leita í fréttum mbl.is

Landnám í hugmyndafræðilegum skilningi – frá Grænlandi til Íslands

Stækkunarstefna ESB á norðurslóðum speglar drauma Hvíta hússins, en með öðru sniði þó.

Árið 2019 vakti Donald Trump heimsathygli þegar hann ræddi við sína nánustu um að kaupa Grænland af Danmörku. Hugmyndin var afgreidd sem "fáránleg" af dönskum stjórnvöldum og olli pólitískum titringi, en hún var líka áminning um hvernig stórveldi líta á norðurslóðir: ekki fyrst og fremst sem heimkynni fólks og grunnur þeirra lífsafkomu heldur punkta á korti fyrir aðgang að norðurslóðum.

Fimm árum síðar birtir Der Spiegel (3. júlí 2025) umfjöllun sem sýnir að Evrópusambandið hugsar á svipaðan hátt, en notar aðrar aðferðir. Þar segir að ESB hyggi á stækkun í norðri, með áherslu að fá Grænland, Ísland og Noreg inn í sambandið og að sjávarútvegur sé í forgrunni stækkunarstefnu ESB í norðurhöfum.

Það er í þessu samhengi sem orð Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, "passa" svo "frábærlega vel" þegar hún fullyrðir að aðildarumsókn Íslands sé enn í gildi. Með slíkri yfirlýsingu er Ísland sett í hóp "umsóknarríkja" án þess að Íslendingar hafi tekið nýja ákvörðun um aðildarferli, eins og lofað var í stjórnarsáttmálanum. Þetta gefur Brussel það pólitíska rými sem þarf til að tala um Ísland sem lykilsvæði í eigin stækkunarstefnu.

Þetta er ekki aðildarhugmynd í hefðbundnum skilningi. Þetta er stefna um landnám í hugmyndafræðilegum skilningi það er að innlima landfræðilega útstöð inn í stærra valdakerfi. Það er ekki gert með beinu kaupboði eins og hjá Bandaríkjunum, heldur með stækkunarferli, samningum og stefnumótun sem líta á staðsetningu sem lykilþátt.

Í Joint Communication frá 2021 segir ESB skýrt:
"The European Union is in the Arctic. As a geopolitical power, the EU has strategic and day-to-day interests..."
(Evrópusambandið er á norðurslóðum. Sem stórveldi í alþjóðapólitík hefur ESB bæði langtíma- og daglegra hagsmuna að gæta.)

Þetta er ekki óljós framtíðarsýn heldur fullyrðing um tilvist og markmið.

Á Íslandi hefur aldrei verið þjóðaratkvæði um aðild í þeim tilgangi að styðja stefnu ESB á norðurslóðum. Samt er landið sett á kortið í Brussel sem útstöð fyrir hagsmuni annarra. Spurningin er því ekki bara hvort við viljum ganga í ESB, heldur hvort við viljum láta sjá um okkur sem hluta af áætlun sem mótast inni miðri Evrópu þar sem gömlu nýlenduveldin ráða ríkjum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 156
  • Sl. sólarhring: 318
  • Sl. viku: 1880
  • Frá upphafi: 1243549

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 1670
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband