Leita í fréttum mbl.is

Nei, Ágúst Ólafur, þetta er tómur misskilningur

Maður er nefndur Ágúst Ólafur Ágústsson.  Ágúst Ólafur sat á Alþingi um hríð og á sér þá heitu ósk að Evrópusambandið stjórni Íslandi.  Hann telur að þá lagist margt af því sem hann telur að þurfi að laga.  

Ágúst Ólafur ferðast milli fjölmiðla til að dásama Evrópusambandið. Hann ræðir m.a. sjávarútveg og hefur komist að því að það sé í góðu lagi að Evrópusambandið stjórni honum, vegna þess að það sé svo langt síðan útlendir togarar voru við Ísland og vegna þess að núverandi reglur sambandsins séu Íslandi að einhverju leyti hagfelldar. 

Af þessu tilefni þurfa Íslendingar að hafa þetta í huga:

1. Stórþjóðir Evrópu hafa mörg hundruð ára veiðireynslu af Íslandsmiðum og mun meiri veiðireynslu af djúpmiðum en Íslendingar. Svo vill til að þær ráða nú Evrópusambandinu. 

2. Núverandi reglur Evrópusambandsins eru fjarri því að vera sniðnar að hagsmunum Íslendinga. Ef Evrópusambandið hefði fengið að ráða hefðu Íslendingar t.d. ekki fengið marga makrílsporða, kannski engan.

3. Evrópusambandið breytir reglum sínum um fiskveiðar þegar því hentar. Þegar það gerist verður Ágúst Ólafur ekki spurður álits og álit sendimanns örþjóðar í sambandinu fer rakleitt í ruslið. 

4. Það er engin leið að meitla neitt í stein hvað varðar samskipti við stórveldi á borð við Evrópusambandið. Atburðir síðustu vikna sýna að samningar eru bara virtir þegar það hentar og hægur vandi er að knýja fram hvaða breytingar sem er á gildandi samningum.  

5. Stjórnendur og almenningur í Evrópu mun fyrr eða síðar spyrja hvort það sé sanngjarnt að örþjóð sitji ein að auðlind á borð við gjöful fiskimið.  Evrópusambandið mun þá sjálft úrskurða til samræmis við svarið við þeirri spurningu.  

Ágúst Ólafur verður líklega rithöfundum framtíðar að persónufyrirmynd. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er ekki aðeins fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, heldur er hann fyrrum eiginmaður Þorbjargar dómsmálaráðherra, og barnsfaðir hennar, og styður líklegast Viðreisn geri ég ráð fyrir. Mér fannst hann alltaf mikill ESBsinni, meðan hann var í þingflokki Jóhönnu Sig. á sínum tíma. Það er þess vegna von, að hann skrifi svona, þótt þessi skrif hans séu náttúrulega mesta endemis þvæla og vitleysa, eitthvað, sem hann hefur meðtekið á sínum tíma hjá Johönnu og kó. Auðvitað er þetta eintómt rugl, sem hann er að fara með. Hann á að vita betur, en það er ekki að spyrja að, þegar ÞKG hefur heilaþvegið hann. Það er löngu vitað og sannað, að það eru engar undanþágur í boði á neinu sviði, þar sem ESB er annars vegar. Ísland verður kokgleypt í einum munnbita með öllum sínum gæðum, og við fámum engu að ráða, og það verður fólk að fara að skilja. Við græðum akkúrat ekkert á að tengjast þessu bandalagi að neinu leyti. Það er bara ÞGK ein, sem heldur það og syngur álíka og Jóhannes úr Kötlum gerði um SovétÍsland á sinni tíð: "ESBÍsland, hvenær kemur þu." Jóhannesi varð ekki að ósk sinni, sem betur fór, og við skulum biðja og vona, að ÞGK verði það ekki heldur. Okkar í Heimsýn er að vinna hörðum höndum að þvó, að svo verði ekki. Mál er að linni þessu rugli, sem Viðreisnarfólk er að eyða tímanum í að dreyfa, í stað þess að vinna eitthvað að viti við að koma þeim málum áfram, sem geta orðið þjóðfélagi okkar til gagns og heilla. Ég segi ekki annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2025 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 42
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 2248
  • Frá upphafi: 1255806

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 2028
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband