Leita í fréttum mbl.is

Ţú gleymdir nýsköpuninni ,Vilhjálmur

Vilhjálmur Ţorsteinsson, fyrrverandi framkvćmdastjóri í hugbúnađar- og nýsköpunargeiranum, talar í nýlegri grein sinni um "örugga framtíđ" Íslands innan Evrópusambandsins. Svonefnd Draghi-skýrsla málar ţó allt ađra mynd. Ţar segir berum orđum ađ Evrópa sé föst í reglubyrđi, ţunglamalegum ferlum og stöđnun í örgjörvum, hugbúnađi og gervigreind.

Á međan Bandaríkin og Asíulöndin sćkja fram dregst Evrópa aftur úr í kapphlaupinu sem rćđur hagvexti framtíđarinnar: kapphlaupinu um öflugustu örgjörvana og ţróun gervigreindar. Stađreyndirnar tala sínu máli: 17 af 20 fremstu AI-fyrirtćkjum heims eru í Bandaríkjunum og um 70% grunnlíkana í gervigreind koma ţađan. Evrópa situr eftir.

Áriđ 2023 sóttu bandarísk AI-fyrirtćki um 62,5 milljarđa evra (um 68 milljarđa dollara), međan ESB og Bretland saman náđu einungis 9 milljörđum evra (um 10 milljarđa dollara). Síđustu tíu árin hafa bandarísk AI-fyrirtćki (sprotafyrirtćki) sótt um nćr 500 milljarđa dollara, en evrópsk ađeins um 75 milljarđa dollara.

Munurinn er sexfaldur og fer vaxandi.

Innan ESB keppst menn ţví nú viđ ađ reyna ađ kaupa sér ađgang ađ framtíđinni. Ţannig reyna menn ađ lađa til sín bandaríska fjárfesta í örgjörvaframleiđslu, gagnaverum og annarri hátćkni til ađ fá ađgang ađ ţessari nýjustu tćkni. Intel er ţegar ađ byggja á Írlandi og í Ţýskalandi međ miklum ríkisstuđningi, og hinn svokallađi Chips Act á ađ halda Evrópu í leiknum. Ţađ er ekki merki um forystu, heldur viđurkenning á veikri stöđu.

Ţađ hljómar auđvitađ fallega ađ tala um "stöđugleika međ evru". En stađreyndirnar benda til annars: Brussel er ekki lausnin heldur byrđin. Ef viđ ćtlum ađ verja íslenskt frumkvöđlastarf og framtíđarhagvöxt ţurfum viđ minna af pappírsfjötrum og meira af sveigjanleika, einföldu regluverki og skynsamlegri fjárfestingu á okkar forsendum.

Ţađ er ekki Ísland sem ţarf ađ elta Brussel, heldur Evrópusambandiđ sem verđur ađ spyrja sig hvers vegna ţađ er ađ dragast svona aftur úr.


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fjórum og sautján?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 27
  • Sl. sólarhring: 451
  • Sl. viku: 2993
  • Frá upphafi: 1250059

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 2693
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband