Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra gefur þjóðinni róandi

Forsætisráðherra fullyrðir í Morgunblaðinu í gær að hún "eyði ekki tíma í Evrópusambandið". Þetta hljómar eins og sagt til að róa þjóðina eftir atburði sumarsins. Hvort sem það er yfirlýsing um að fylgja utanríkisstefnu ESB og þar með þátttaka í refsiaðgerðum og hernaðarbrölti, samstarf í sjávarútvegsmálum (sem þó er líkast til dulmál sem eftir er að brjóta kóðann á), hótanir ESB um tolla í trássi við EES samninginn sem það þurfti að bakka með 18. ágúst sl., nú eða fundir með æðstu ráðamönnum sambandsins.

Það er heldur ekki bara tíminn sem fer í Brussel heldur líka peningarnir. Milljarðar úr ríkissjóði, sem enginn minntist á í fjármálaáætluninni í sumar. Milljarðar sem hefðu mátt fara í það aðhald sem fjármálaráðherrann boðar.

Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman. Og þegar menn vakna upp af Brussel-óráðinu situr þjóðin eftir með timburmennina, líklega þó örðuvísi en eftir venjulega Menningarnótt á ágústkvöldi. Það verða timburmenn af reikningunum sem koma upp úr ferðatösku utanríkisráðherra á Saga Class.

Já, hér er boðið upp á róandi frá Stjórnarráðinu og hausverk frá Brussel.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tveimur?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 45
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 2543
  • Frá upphafi: 1250373

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 2325
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband