Leita í fréttum mbl.is

Draghi reynir hjartastuðsaðferðina á Brussel

Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og seðlabankastjóri Evrópu, talaði á Rimini-ráðstefnunni þann 22. ágúst. Þetta er ein stærsta árlega ráðstefna Evrópu um stjórnmál og samfélag, sem dregur til sín leiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og menningu. Þar lýsti Draghi þeirri skoðun sinni að Evrópusambandið hefði ekki lengur næg áhrif á heimsmálin. Lausnin að hans mati: "Við verðum að bregðast við eins og eitt ríki."

Og hann bætti við: "Við verðum að bregðast hratt við, því tíminn vinnur gegn okkur. Evrópska hagkerfið stendur í stað á meðan heimurinn stækkar."

Þetta er sami Draghi og skrifaði Draghi-skýrsluna. Þar lýsti hann ESB föstu í reglubyrði, þunglamalegum ferlum og langt á eftir í kapphlaupinu um gervigreind og nýsköpun. Nú stígur hann skrefinu lengra og lýsir sambandinu áhrifalausu í núverandi mynd og kallar eftir skjótum viðbrögðum.

Á sama tíma tala íslenskir aðildarsinnar um "örugga framtíð" með Brussel. En Draghi sjálfur segir að eini möguleikinn til að halda lífi sé að breyta sambandinu í stórríki.

Spurningin er einföld: Viljum við verða hluti af ríkjasamsteypu sem þarf hjartastuð til að halda sér vakandi?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 20
  • Sl. sólarhring: 578
  • Sl. viku: 2554
  • Frá upphafi: 1250942

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 2339
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband