Leita í fréttum mbl.is

Spilaborg Evrunnar og íslenska fáfræðin

Evrunni hefur verið líkt við spilaborg: hún getur staðið um hríð, en er dæmd til að falla þegar næsta hviða skellur á. Þetta eru ekki frasar úr kaffistofuslagnum hér heima heldur mat manns sem þekkir myntina út í hörgul, Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðings Seðlabanka Evrópu. Hann hefur bent á að uppbygging Evrunnar sé einfaldlega gölluð; sameiginleg mynt án sameiginlegrar fjármálastefnu og ríkisfjármála getur ekki annað en velt sér áfram frá einni krísu til þeirrar næstu.

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi, tekur í sama streng. Hann bendir á að Evrunni hafi frá upphafi fylgt fjöldi efnahagskreppa og slakur árangur. Hún var pólitísk draumsýn, ekki hagfræðileg nauðsyn.

En svo kemur utanríkisráðherrann okkar, hún Þorgerður Katrín, og segir (allavega fyrir kosningar): "Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum."

Já, nú dámar mér. Þessi setning afhjúpar mótsögnina í sinni tærustu mynd. Hún viðurkennir með þessu að stöðugleiki næst aðeins með því að taka fyrst til heima fyrir. Samt er Evrunni stillt upp sem lausn allra mála. Það er nákvæmlega eins og að segja: "Ég get ekki haldið jafnvægi á reiðhjóli, svo ég ætla að stíga upp á mótorhjól sem fer þrisvar sinnum hraðar."

Og sagan heldur áfram. Sem sannur evrutrúboði kemur hún svo heim frá Brussel með nýjar skuldbindingar og reikninga í ferðatöskunum, rétt eins og slíkt sé svarið við íslenskum ríkisfjármálum. Þetta er eins og að mæta heim með veskið fullt af reikningum og reyna að raða þeim upp í lausn á heimilisbókhaldinu.

Evran er ekki stöðugur gjaldmiðill heldur viðvarandi björgunarverkefni. Hún var hönnuð fyrir pólitískt bandalag stórvelda, drauga Stál- og kolabandalagsins en ekki smáríki á norðurslóðum. Að halda áfram að prédika evruna fyrir Ísland er ekki framsýni heldur fáfræði sem verður dýrkeypt ef hún nær að villa um fyrir þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evran er einmitt ekki stöðugur gjaldmiðill.

Evran er pólitískt sköpunarverk og stöðugleiki hennar getur því aldrei verið meiri en stöðugleiki þess stjórnmálasamstarfs sem hún byggist á. Saga Evrópusambandsins og myntbandalagsins er stráð dæmum um stjórnmálalegt uppnám sem hefur oft verið aðeins hársbreidd frá því að lenda í algjörri upplausn.

Að halda því fram að þetta séu "traustar" undirstöður er eins og að halda því fram að húsgrunnur sem sífellt molnar úr og heldur húsinu ekki uppi hjálparlaust sé "traustur".

Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2025 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 43
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 2871
  • Frá upphafi: 1259541

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 2664
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband