Leita í fréttum mbl.is

Rennibraut fyrir lýðræðishalla


Í leiðara Morgunblaðsins sl. miðvikudag er bent á að svo virðist sem hvorki rök né samstaða séu til staðar innan ríkisstjórnarinnar þegar kemur að fyrirhugaðri aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Meðan forsætisráðherra segir þetta ekki forgangsmál hafa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, auk Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingar, rætt um að hraða umsókninni.

En þetta er alls ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vel þekkt mynstur í þeim löndum sem hafa gengið í Evrópusambandið síðustu 20-30 árin.

Í fræðunum ber þetta heitið lýðræðishalli ("democratic deficit"). Giandomenico Majone (1998) og Follesdal & Hix (2006) hafa sýnt fram á að ákvarðanir um framsal valds til Brussel eru iðulega teknar langt frá fólkinu sjálfu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru notaðar til skrauts eftir á. Það eru stjórnmálamenn og embættismenn sem stýra ferlinu í samstarfi við Brussel.

Þegar íslenskir ráðherrar tala út og suður, forsætisráðherra segir þetta "ekkert aðkallandi mál" en utanríkisráðherra talar um að "hraða umsókn", þá er það ekki merki um séríslenskan óstöðugleika. Það er dæmigert fyrir aðildarferli: ríkisstjórnir eru ósamstíga, þjóðin er klofin, en ferlið heldur engu að síður áfram, knúið af kolavélunum í Brussel og innlendum elítum. Þetta er einmitt kjarninn í lýðræðishallanum, að ferlið er drifið áfram ofan frá, en ekki af opnum og sameiginlegum ákvörðunum þjóðarinnar.

Rannsóknir á aðildarferli landa í Mið- og Austur-Evrópu (Schimmelfennig & Sedelmeier, 2005) sýna að ríkisstjórnir þar notuðu aðild til að styrkja stöðu sína innanlands, tryggja fjármagn frá Brussel og forðast átök með því að færa ákvarðanir út fyrir vettvang innlendra stjórnmála.

Það sem blasir við er því einfalt. Aðildarferlið er ekki samstillt lýðræðisverkefni heldur elítudrifið ferli. Þegar íslenskir stjórnmálamenn tala nú um að endurræsa ferlið eins og það snúist um "að rökstyðja betur" eða "byggja upp samstöðu", þá á sá málflutningur ekkert skylt við opna og lýðræðislega umræðu, heldur líkist hann fremur þurrum brauðhleif með smjörkremi og kökuskrauti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er búið að halda tvær þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi og í þeim báðum var með afgerandi hætti hafnað atriði sem ESB hefur síðan þá gert að fortakslausu skilyrði aðildar að sambandinu: ríkisábyrgð á innstæðutryggingum banka.

Báðar þessar þjóðaratkvæðagreiðslur voru lagalega bindandi samkvæmt stjórnarskrá. Með því að gera slíka ríkisbyrgð að skilyrði aðildar hefur ESB sjálft því útilokað aðild Íslands. Íslensk stjórnvöld eru lagalega bundin af þessum niðurstöðum og mega því ekki samþykkja þetta skilyrði, eins og þau hafa réttilega hafnað því nú þegar á grundvelli EES samnningsins.

Þetta þýðir að jafnvel þó að ESB bærist ný aðildarumsókn frá Íslandi (sama hvaða búning hún yrði klædd í) yrði ESB alltaf að hafna henni þar sem Ísland getur ekki og má ekki undirgangast ríkisábyrgð á innstæðutryggingum banka.

Engin ríkisstjórn má víkja frá þessum lagalega bindandi niðurstöðum tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna og ESB getur ekki litið fram hjá þeim við afgreiðslu hugsanlegrar umsóknar um aðild. Eina mögulega niðurstaðan yrði því að hafna slíkri umsókn.

Í ljósi þessa er öll umræða um hugsanlega aðild Íslands að ESB fullkomin markleysa og í besta falli undarleg. ESB er löngu búið að ákveða að Ísland uppfylli ekki aðildarskilyrðin og aðild Íslands er þvi einfaldlega ómöguleg.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2025 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 17
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 2845
  • Frá upphafi: 1259515

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2640
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband