Leita í fréttum mbl.is

Frá Húnaflóa til Brussel – reglugerðanetið gleypir allt

Í Brussel eru fiskarnir okkar ekki bara á markaði, heldur flæktir í reglugerðir. Sjávarútvegsstefna ESB er ekki hugmynd á blaði, heldur ferli sem tekur ákvarðanir um kvóta, reglur og ráðgjöf. Aðild að ESB þýðir að ákvarðanir sem varða okkar fiskistofna færast til Brussel.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, fór nýverið yfir regluverk sjávarútvegsstefnunnar í grein í Morgunblaðinu. Hann leggur áherslu á að kerfið sé ítarlega reglusett, með skýrum viðmiðum og stofnanakerfi ESB sem taki ákvarðanir með lagalegri nákvæmni: reglugerðir, stofnanir, skiptingu kvóta og svonefnda ICES-ráðgjöf. Niðurstaðan er skýr: aðild þýðir að ákvarðanir um íslenskan sjávarútveg færast til Brussel.

Í Brussel er enginn fiskur of smár til að rata inn í reglugerð, hvort sem það eru deilistofnar í Norður-Atlantshafi eða heimakærar grásleppur í Húnaflóa.

Hér er ekki um að ræða túlkunaratriði eða grátt svæði í fræðunum. Þetta stendur svart á hvítu í grunnlöggjöf ESB. Það má vel vera að fallegar sögur séu á kreiki um undantekningar, sérlausnir eða sérstakar aðstæður, en engin dæmi eru til um slíkar varanlegar undanþágur í aðildarsamningum. Það er lágmark að nálgast umræðu um þennan málaflokk út frá staðreyndum.

Niðurstaðan blasir við: Viljum við leggja þorskinn okkar og þar með fiskimiðin í ylvolgan faðm kommisjónarinnar í Brussel?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fiskarnir "okkar"? Hvar er minn fiskur? Getið þið sent mér hann?

Þetta eru vissulega rök gegn því að afhenda útlendingum yfirráð yfir fiskinum "okkar" en um leið eru þetta líka rök fyrir því að taka yfirráðin yfir honum úr höndum þeirra sem hafa þau núna og koma þeim aftur í "okkar" eigin hendur.

Mér finnst fiskur góður og myndi gjarnan þiggja minn skerf.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2025 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og nítján?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 50
  • Sl. sólarhring: 313
  • Sl. viku: 2729
  • Frá upphafi: 1253057

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 2467
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband