Leita í fréttum mbl.is

Vegir ástarinnar

Ákafamönnum um innlimun Íslands í Evrópusambandið er tíðrætt um ást sína á lýðræði.  Því oftar sem um hana er rætt, því ljósara verður hið gagnstæða.

Það hefði verið hægur vandi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 og orkupakka 3.  Það var ekki gert, enda sýndu kannanir að þjóðin var á móti.  Evrópulýðræðið er nefnilega þannig vaxið að það ræður bara ef niðurstaðan er "rétt". Ef hætta er á "rangri" niðurstöðu, er ekki talið tilefni til að kjósa.

Nú sér ríkisstjórnin að hún kemst ekki lengra með Ísland inn í bandalagið, án frekara umboðs.  Hvað er þá betra en að skella í eina þjóðaratkvæðagreiðslu með óljósri spurningu sem hefur það eina markmið að vera nógu jákvæð til að möguleiki sé á að hún verði samþykkt?

Í framhaldinu má svo túlka niðurstöður að vild og byrja að ausa tugmilljörðum í vonlaust aðildarferli og rannsóknir á innihaldi pakka sem vitað er hvað er í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla getur ekki veitt neinum umboð til að virða tvær bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2025 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 389
  • Sl. sólarhring: 394
  • Sl. viku: 2824
  • Frá upphafi: 1261005

Annað

  • Innlit í dag: 355
  • Innlit sl. viku: 2649
  • Gestir í dag: 338
  • IP-tölur í dag: 330

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband