Leita í fréttum mbl.is

Asninn gullið og Evrópuhreyfingin

Fréttir af ráðningu framkvæmdastjóra fyrir Evrópuhreyfinguna á Íslandi kalla bæði á spurningar og svör. Evrópuhreyfingin á Íslandi er ekki frjálslegur kaffihúsaklúbbur áhugafólks, heldur formlegur aðili að European Movement International (EMI) - sem eru regnhlífasamtök evrópuhreyfinga og hafa haft það yfirlýsta markmið að vinna að sambandsríki Evrópu.

Þá vaknar spurningin sem enginn vill spyrja upphátt: Hver borgar? Hver kostar stöðu framkvæmdastjóra og annars rekstrarkostnaðar í samtökum þar sem engin félagsgjöld eru?

Svarið liggur í opinberum skýrslum EMI: meirihluti rekstrarfjár kemur frá Brussel sjálfri, m.a. í gegnum sjóði eins og Citizens, Equality, Rights and Values, og stór hluti rennur áfram til landsfélaga, svo þau geti staðið fyrir herferðum "heima fyrir" líkast til í nafni einhverssonar grasrótarstarfs. Með öðrum orðum: grasrótin er í reynd rótarlaus vatnalilja í gosbrunni sem ESB vökvar reglulega.

Fræðimennirnir Christopher Lord og Paul Magnette hafa lengi bent á að flutningur fjármagns eftir þessum leiðum skapi "lýðræðishalla": það er þegar yfirþjóðlegt vald fjármagnar innlendar hreyfingar til að framleiða samstöðu sem annars væri ekki til staðar. Í löndum sem enn eru umsóknarríki er þetta beinlínis kerfisbundið: ESB styrkir "pro-European NGOs" í Serbíu, Norður-Makedóníu og Albaníu í gegnum IPA-sjóði.

Rannsóknir Ulrich Sedelmeier (2011), prófessors í stjórnmálafræði við London School of Economics (LSE) sýna að þetta er hluti af sjálfu aðildarferlinu.
Það þarf ekki frekari skýringar á því af hverju íslensk Evrópuhreyfing gengur opinberlega til liðs við EMI: formleg aðild er skilyrði fyrir aðgengi að fjármagni. Gullið klingir í kassanum sem asninn er klyfjaður.

Við getum kallað þetta "grasrót" ef við viljum. En það er grasrót sem fær vatn, ljós og áburð frá Brussel - og þolir illa íslenskan vind. Spurningin er þá þessi: þegar framkvæmdastjórinn og félagar hennar í Evrópuhreyfingunni kveða söng sinn í fjölmiðlum - eru það raddir íslenskrar þjóðar sem heyrast, eða bergmál úr fjárhirslum Brussel?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 285
  • Sl. sólarhring: 486
  • Sl. viku: 2211
  • Frá upphafi: 1254118

Annað

  • Innlit í dag: 251
  • Innlit sl. viku: 1926
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 232

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband