Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk fjarvera forsætisráðherra

Í sumar gaf forsætisráðherra þjóðinni "róandi" í ESB-aðildarmálinu. Þá var tónninn sá að ekkert væri aðkallandi, engin þörf væri á umræðu, þjóðin skyldi bara hvílast. Nú hefur þessi róandi breyst í fjarveru.

Í nýju viðtali í Morgunblaðinu leggur forsætisráðherra alla áherslu á fjárlög og sparnað. Hún segir engan ágreining vera við Viðreisn um Evrópumál og lætur þar við sitja. Þegar aðrir ráðherrar tala fyrir endurræsingu aðildarferlisins stendur hún til hliðar, eins og málið snerti hana ekki.

Það er freistandi að líta á þetta sem hlutleysi. En í reynd er þetta pólitísk ákvörðun: með því að stíga til hliðar leyfir forsætisráðherra öðrum að móta umræðuna. Utanríkisráðherrann getur því haldið áfram með sína dagskrá, án þess að forsætisráðherra setji niður stefnu eða markalínur. Þannig verður fjarveran að aðferð, - ekki hlutleysi, heldur skýrt val um að forðast ábyrgð.

Þetta skapar tvenns konar afleiðingar. Annars vegar eykur það vægi þeirra sem þrýsta á um aðild, þeir hljóta að telja þögn forystunnar samþykki í dulargervi. Hins vegar sýnir það þjóðinni stjórn sem talar út og suður, þar sem enginn veit í raun hver ræður ferðinni. Eina sem heyrist skýrt er að einn flokkur talar fyrir aðild, aðrir þegja þunnu hljóði.

Slíkt grefur undan bæði trausti og umboði þjóðarinnar. Við sjáum hér samt ekki nýtt fyrirbæri heldur þekkt mynstur í Evrópu. Í aðildarferlum landa í Austur- og Mið-Evrópu kusu forsætisráðherrar oft að láta aðra ráðherra bera hitann og þungann. Fræðin kalla þetta strategic ambiguity eða viljandi óljósa stöðu sem gerir kleift að forðast átökþ Þetta er á hinn bóginn á kostnað skýrleika og lýðræðis. Það er þægilegt fyrir þann sem vill sitja á báðum stólum, en þjóðin situr eftir ringluð og áttvillt.

Íslendingar eiga rétt á forystu í þessu máli hvort sem niðurstaðan verður já eða nei. Það sem við fáum núna er hins vegar pólitísk fjarvera. Fyrst var þjóðinni gefið róandi, nú er hún skilin eftir á berangri, eins og hjörð án forystusauðar. Hvað næst Kristrún? Á Viðreisn að stjórna umferðarljósunum á leiðinni til Brussel?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimmtán?
Nota HTML-ham

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 243
  • Sl. sólarhring: 391
  • Sl. viku: 2114
  • Frá upphafi: 1254472

Annað

  • Innlit í dag: 231
  • Innlit sl. viku: 1845
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband